Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 11
HEIMILI OG SKÓLI
63
í lífið, án þess að hafa fengið nokkra
fræðslu eða leiðbeiningar í heimahús-
um. Þeim hefur ekki verið kennt að
bera nægilega virðingu fyrir sjálfum
sér til þess að forðast óhöpp. Margar
eru einnig alls ófróðar um hina líkam-
legu hlið kynlífsins.
Þriðju afleiðinguna má nefna og er
hún talsvert algeng. En það eru ýmiss
konar truflanir á kynlífi fólks, sem
koma í ljós, þegar það fullorðnast.
Getuleysi í ýmsum myndum hjá karl-
mönnum, með öllum þeim fjarstæðu
hugarórum og sálarkvölum, sem því
fylgja jafnan. Kynkuldi og ófullkomin
eða óeðlileg kynnautn hjá konum, auk
ýmiss konar truflana í móðurlífi, sem
oft eiga sálrænar orsakir, enda þótt
þær komi fram sem vefrænir sjúk-
dómar.
Áður fyrr, — en það er orðið nokk-
uð langt síðan —, var það skoðun
lærðra sem leikra, að kynlífið byrjaði
ekki hjá einstaklingnum fyrr en hann
verður kynþroska. Þá var talið, að börn
hefðu engan áhuga á þessum máluro
og engar kynferðilegar tilfinningar.
Þessi skoðun reyndist með öllu röng.
Fáar kenningar sálarfræðinnar hafa
sannazt betur en sú, að barnið sé frá
fæðingu gætt kynhvöt, sem kemur
fram í ýmsum myndum á bernsku-
skeiði, unz hún samlagast getnaðar-
hvötinni á unglingsárum. Margt, sem
mönnum var áður ráðgáta, hefur orðið
auðskilið eftir að farið var að skýra
það út frá þessari kenningu. Má t því
sambandi nefna kynvillu, sem eitt sinn
var talin óskiljanleg, en er það ekki
lengur.
Meðan hin gamla kenning um al-
gjört kynleysi bernskunnar var við
lýði, var ofur eðlilegt, að menn litu
svo á að fræðsla um kynlíf væri óþörf,
fyrr en um það leyti sem unglingur-
inn verður kynþroska. En eftir að hún
hrundi til grunna, fóru menn að hugsa
Sigurjón Björnsson.
málin á ný. Og menn tóku að velta fyr-
ir sér spurningum sem þessum:
Hvenær á að byrja kynfræðsluna?
Hvað á að segja börnum? Hver á að
fræða þau?
Foreldrar, sem ala börn sín upp til-
tölulega þvingunarlítið og hafa augun
opin, munu kannast við, hvernig kyn-
líf barnsins birtist. Hjá heilbrigðum
og óþvinguðum börnum er grósku-
skeið þess 4—6 ára aldurinn. Það er á
þeim aldri, sem fyrstu spurningarnar
koma. Hvernig varð ég til? er senni-
lega ein fyrsta spurningin. Hún er í
sjálfu sér ekki kynferðileg, því að hún