Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 12

Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 12
64 HEIMILI OG SKÓLI er fyrst og fremst vottur þess, að hugs- un barnsins er að vakna og að það er farið að velta fyrir sér ráðgátum til- verunnar. En það er allt undir svar- inu komið hvernig afstaða barnsins verður. Sagan um storkinn og aðrar svipaðar, eins og t. d. að guð, engill eða jafnvel læknirinn hafi komið með barnið, eða að það hafi verið keypt í búð eða á Fæðingardeildinni eru flest- um greindum börnum ófullnægjandi. Fyrr eða síðar komast þau að sannleik- anum og þá vill oft verða erfitt að kyngja honum. Auk þess sem það er alltaf mjög þungbært fyrir börn að uppgötva, að ekki er hægt að trúa því sem foreldrarnir segja. Sumir foreldrar sussa á börnin, skipa þeim að þegja, eða lofa að segja þeim þetta seinna, „þegar þú ert orð- inn nógu stór“. Aðrir fara hjá sér, verða vandræðalegir og vita ekki hvernig þeir eiga að snúa sig út úr þessum mikla vanda. í rauninni er þetta ofur einfalt. Pað á alltaf að segja börnum satt í þessu efni sem öllum öðrum. Ekki er þar með sagt, að halda eigi fyrirlestur yfir barninu um allt, sem lýtur að samför- um, getnaði og fæðingu. Það væri önnur fásinnan hinni verri. Reglan er, að barnið á sjálft að hafa frumkvæðið. Það á að spyrja. Svörin þurfa að vera stutt og einföld, en sönn og einlæg, þannig að barnið geti haldið áfram að spyrja, ef það vill vita meira. Það er dálítið erfitt að gefa skýr dæmi um þetta. En þegar 4—5 ára barn spyr í fyrsta sinn: Hvernig varð ég til? er nóg að segja: „Þú varst í maganum á mömmu og svo fór mamma á Fæðing- ardeildina og þar fæddist þú.“ Þetta svar á gera mjög aðlaðandi fyrir barn- ið. Eins og t. d. að móðirin segi bam- inu frá því hvernig það hafi smám sam- an stækkað í maganum, hvernig hún hafi fundið, þegar það var að sprikla og hvað mamma og pabbi hafi hlakk- að mikið til að sjá það og oft verið að tala um hvernig það myndi nú h'ta út, að mamma hefði alltaf verið að prjóna og sauma til þess að það hefði hlý föt til að vera í, og svo sá mikli atburður, þegar mamma og pabbi sáu barnið sitt í fyrsta sinn. Öllum börnum finnst geysigaman að þessari frásögn, sé hún sögð af ást og innlifun og þau vilja fá að heyra hana hvað eftir annað. Smám saman koma svo fleiri spurn- ingar eins og: Hvað er að fæðast? Hvernig komst ég út úr maganum? Hvernig komst ég inn í hann? Þessu verður á sama hátt að svara rétt og einlæglega, en aldrei segja meira en nauðsynlegt er til að seðja forvitni bamsins. I því sambandi fá foreldrarn- ir tækifæri til að útskýra fyrir barn- inu, hve mömmu og pabba þyki vænt hvoru um annað, hvers vegna þau hafi viljað verða hjón og hvers vegna þau hafi viljað eignast barn saman. Rauði þráðurinn í frásögninni, er ástin sem tengir fjölskylduna saman. Og því stendur að sjálfsögðu allt og fellur með því, að til fjölskyldunnar sé stofnað á eðlilegan og heilbrigðan hátt og að hún lifi ástríku og farsælu fjölskyldu- lífi. Sé svo, verður kynfræðsla foreldr- anna aðeins lítill þáttur í því uppeldi, sem miðar að því að móta rétt viðhorf hjá barninu til fjölskyldulífs og fjöl- skyldutengsla. Og auðskilið er, að þar

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.