Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Page 13

Heimili og skóli - 01.08.1962, Page 13
HEIMILI OG SKÓLI G5 sem brotalöm er á sambandi fareldr- anna, verður öll fræðsla um fjölskyldu- líf og kynlíf meira og minna mis- heppnuð. En kynhneigð barnsins á aldrinum 4—6 ára kemur að sjálfsögðu ekki ein- ungis fram í spurningum. Hún kemur miklu frekar fram í tilfinningum þess sjálfs, bæði hvað varðar kynfæri þess og samband þess við aðrar persónur. Á þessum aldri verður tilfinninganæmi kynfæranna meiri en áður var. Því ber þá oft á alls konar kynfitli. Nauðsyn- legt er að foreldrar geri sér ljósa grein fyrir, að það er algjörlega heilbrigt og eðlilegt fyrirbæri. Þau mega ekki koma inn þeirri hugmynd hjá barninu, að kynfærin séu Ijót eða dónaleg og held- ur ekki gefa í skyn að snerting kyn- færanna geti verið hættuleg. Foreldr- arnir þurfa að viðurkenna þessa þörf barnsins, livorki hvetja hana né letja og umfram allt forðast að vekja sekt- arkennd eða hræðslu. Ef allt er með felldu hættir kynfitlið af sjálfu sér og byrjar ekki aftur fyrr en á gelgjuskeiði. Stundum kemur fyrir óhóflega og sjúklega mikið kynfitl og er þá rétt að foreldrarnir leiti ráða sálfræðings eða læknis, þar sem þá er trúlega um að ræða truflun á eðlilegri starfsemi kyn- færanna, eða truflun í tilfinningalífi barnsins. Tilfinningasamband barnsins við aðrar persónur breytist mjög á þessu tímabili. Það er þá sem liægt er að segja, að barnið byrji að elska í hin- um eiginlega skilningi þess orðs. Litli drengurinn uppgötvar þá, að honum finnst mamma hans vera falleg og hann hegðar sér títt gagnvart móður sinni eins og hann væri ástfanginn. Sama gerist með telpuna gagnvart föð- urnum. Um þessar mundir eru mörg börn mjög viðkvæm. Þá vill bera mik- ið á afbrýðissemi og þau eru mjög auðsærð. Líkra tilfinninga verður og vart gagnvart leikfélögum af öðru kyni og verða leikirnir þá oft meira og minna kynferðilegir. Mjög er nauðsynlegt að foreldrar viti um þessar breytingar sem verða á þroska barnsins, því að annars er hætt við að þeir verði hræddir og haldi að eitthvað alvarlegt sé á seiði, — eða grípi til hótana og refsinga, sem barn- inu eru óhollar og hættulegar. Samkvæmt því, sem hér hefur verið sagt, þarf megnið af kynfræðslunni að fara fram á aldrinum 4—6 ára. Vera má að ýmsum foreldrum þyki það ein- kennilegt og spyrji sem svo: Er þetta nú nauðsynlegt? Er barnið ekki of ungt? Hvers vegna má fræðslan ekki bíða? Barnið er ekki of ungt, ef það er far- ið að spyrja um þessi mál. Og fræðslan er nauðsynleg vegna þess, að fái barn- ið ekki svör við spurningum sínum, reynir það sjálft að búa til svörin, og sakir vanþekkingar þess og vanþroska verða svörin oft ýmiss konar óraunhæf- ir hugarórar og hugmyndir, sem vald- ið geta truflunum á andlegu jafnvægi. Ef allt er með felldu, er þetta kyn- ferðilega skeið bernskunnar á enda runnið um það leyti, er barnið byrjar í skóla. Það tekur því að snúa sér að öðrum viðfangsefnum og áhuginn beinist að öðru. Því er það, að kenn-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.