Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI
67
stýri á fiskibát, flá skinnið af hvaða
dýri sem var, verka fisk og síðast en
ekki sízt: sofa vært í mjúkum byng af
furunálum. Ég þekkti nöfn á öllum
trjám, flestum blómum og berjurn og
gat á svipstundu sagt til um það, hvort
einhver svamptegund var eitruð eða
hættulaus.
Hann ól mig upp og kenndi mér,
eins og þegar barni er kennt að
ganga, eða hvolp er kennt að draga
sig í hlé fyrir stórum veiðihundum.
Hann gaf sjaldan skipanir, en kom oft
með tillögur og góð ráð, og allar hans
uppeldisaðferðir voru hugsaðar og
viturlegar:
„Það hefur enginn leyfi til að leika
sér fyrr en starfinu er lokið,“ sagði
hann til dæmis einu sinni og horfði
á mig ströngum augum. En svo bætti
o o o
hann við nokkuð íbvgginn: „En það
Í.S
getur enginn bannað okkur að gera
starfið að leik, ef okkur tekst það. Það
getur engum orðið til meins, að þú
hugsir þér, að þú sért gullgrafari í
Alaska, þótt sú sért í raun og veru að
taka upp kartöflur.“
Ég man glöggt, að hann var einnig
vanur að segja: „Drengir eiga helzt að
vinna sörnu vinnu og fullorðnir karl-
menn — meðal annars af virðingu fyr-
ir gigt og þreytu fullorðna fólksins, en
einnig vegna þess, að það er gott fyrir
drengi að vita, hvað bíður þeirra er
fullorðinsárin taka við. Það er gjald-
ið, sem hann verður að greiða fyrir að
fá að vera drengur.“
Ég vissi aldrei, hvað afi var gamall.
Það hvarflaði yfiileitt aldrei að mér,
að afi hefði nokkurn sérstakan aldur.
Hann hafði gengið með sama böggl-
aða hattinn og haft sama rytjulega