Heimili og skóli - 01.08.1962, Síða 18
70
HEIMILI OG SKÓLI
Það er margt, sem ég á afa að þakka,
en einna þakklátastur er ég honum fyr-
ir það, að hann kom alltaf fram við
mig sem jafningja, en aldrei með þeim
niðurlægjandi myndugleik, sem allt
þykist vita betur. Hann kenndi mér
heilbrigðan metnað og sjálfsvirðingu.
Hann kenndi mér að vera mannlegur,
háttvís og umburðarlyndur. Hann
sagði oft, að fengi maður hið rétta
uppeldi, þá þyrfti mikið til að spilla
drengnum í honum, jafnvel þótt lífið
gæfi honum nokkra snoppunga. Dag-
inn, sem ég fór á fiskiveiðar á meðan
afi var jarðaður, gerði ég mér í raun
og veru ekki grein fyrir hvað það var,
sem afi hafði látið mér eftir. A
pappírnum var það aðeins veiðibyss-
an, netin, báturinn og hús, sem ég
vissi þó, að ekki myndi verða lengi í
minni eigu. — En ég vissi, að það var
miklu meira en þetta, sem afi lét mér
eftir.
Eg lagði út árarnar og reri heim.
Þegar ég gekk á land var jarðarförin
um garð gengin, en aðeins nokkrir
ættingjar og vinir ófarnir. Það leit
ekki út fyrir að nokkur hefði saknað
mín.
Ég ákvað nú að verða rithöfundur
og skýra frá öllu því, sem afi hafði
kennt mér. En fyrst varð ég að afla
mér menntunar og vinna mér inn svo
mikla peninga, að ég gæti keypt gamla
húsið okkar aftur.
— Það tók langan tíma. Fyrst varð
ég að ganga í gegnunr heimsstyrjöld og
þar á eftir ótryggan frið. Ég ætlaði að
skrifa og skrifa, ferðaðist til Washing-
ton, New-York, Parísar, Spánar og
Afríku. Ég þurfti að kveðja mörgum
sinnum og heilsa jafnoft, og fyrstu
gráu hárin sáust í vöngunum. En
gamla húsið er aftur komið í eigu
fjölskyldunnar, endurbætt og nýmál-
að, og þrösturinn svngur enn úti í
garðinum.
Og smátt og smátt hefur mér orðið
það ljóst, hver arfur afa rníns í raun
og veru var: Gamli maðurinn hafÖi
gefið mér allan heiminn.
Þýtt.
H. J. M.
Máttur Iistarinnar
Eftir fyrri heimsstyrjöldina voru settar nið-
ur fjölmennar blökkumannahersveitir í sum
héruð Þýzkalands. Þetta vakti gífurlega
gremju meðal þýzku þjóðarinnar. Kvöld eitt
stóð blökkumannasöngvarinn Roland Hayes
á sviðinu í söngleikahúsi einu í Berlín. Mót-
tökurnar voru ekki góðar. Þarna mætti hon-
um flóðbylgja af fyrirlitningu og upphróp-
unum af verra taginu, svo að það var ekki
annað sjáanlegt en að hann neyddist til að
hverfa af sviðinu. Roland Hayes fann aftur
til djúprar samúðar með þessari stríðsþreyttu
og bitru þjóð, svo að hann fór ekki. Næstu
tíu mínútur stóð hann með hneigðu höfði
fyrir framan leikhúsgestina og beið þess að
öldurnar lægði. En þá var eins og hann fengi
skyndilega hugboð. — Hann gekk yfir sviðið
og settist við hljóðfærið, því næst tók hann að
syngja í hálfum hljóðum hið yndislega lag
Schuberts „Du bist die Ruh.“ Þetta lag var
þó ekki á söngskránni. Þegar fyrstu tónarnir
liðu út yfir salinn, brotnaði alda haturs og
óvildar á svipstundu. Hayes hélt áfram hrærð-
ur í huga, og smátt og smátt varð hann þess
var, að hatrið var orðið að engu, en heitar
mannlegar tilfinningar umvöfðu hann.
„Hjartað hefur sínar ástæður, sem skyn-
semin þekkir ekki“, sagði Pascal einhverju
sinni.