Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 22

Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 22
74 HEIMILI OG SKÓLI hefur grafið undan trausti okkar á kenningar trúarinnar. Margir menn segjast að vísu trúa á Guð ,en þeir verða þó að viðurkenna með sjálfum sér, að þeir hugsa aldrei um hann í sambandi við sitt eigið líf eða nota hann sem mælisnúru á breytni sína, þess vegna hafa fæstir foreldrar nokkra hugmynd um hve lif- andi trúarsannfæring getur verið mik- ilvæg fyrir börn þeirra. Þetta er sérstaklega harmsefni vegna þess, að öll venjuleg börn búa yfir djúpri trúarþörf. Börnin hafa undraverðan hæfileika til að nálgast guð eins og enginn lilut- ur væri eðlilegri — hæfileika, sem for- eldrar geta stundum af skammsýni sinni upprætt. Auðvitað verður ekki hinum stærri og mikilvægari spurningum um trúar- leg efni svarað svo, að þar sé engu við að bæta, en kannski gæti það hjálpað ofurlítið að gera sér grein fyrir því, hvað það er, sem við ættum ekki að segja börnum okkar uxn Guð. Og það vill svo vel til að um það eru flestir guðfræðingar og sálfræðingar sam- mála. Segðu ekki litlu barni: „Guð horfir alltaf á þig til að sjá hvort þú hagar þér vel eða illa.“ Mörgum börnum er sagt það, að Guð fylgist alltaf með þeim til að sjá hvernig þau hagi sér. Þeim er einnig sagt, að „Guð verði reiður" þegar þau krota í bækur föður síns, eða þegar þau koma ekki inn, þegar mamma kallar á þau. Við megum ekki gefa börnunum þá hugmynd um Guð, að hann sitji og bíði eftir því að geta refsað þeim. Þau eru svo lítil, en Guð svo stór. Og ef við drögum alltaf upp fyrir þeim myndir af hinum refsandi Guði, ger- um við trúarbrögðin neikvæð. Mörg börn vaxa upp í þeirri trú, að trúar- brögðin séu eitthvað, sem hafi ekki öðru hlutverki að gegna en fræða okkur um hvað við megum ekki gera í stað þess að kenna okkur hvað við eigurn að gera. Auðvitað megurn við ekki láta börn okkar vaxa upp í þeirri trú að þau geti losað sig við ábyrgðina af verkum sínum. Guð getur ekki haft nein áhrif á líf okkar, ef við erum ekki sannfærð um, að við leiðum ógæfu yfir okkur sjálf ef við lítilsvirðum boð hans. Við verðum að játa sekt vora, þegar okk- ur verður eitthvað á, en slík sektartil- finning á að standa í sambandi við kærleika Guðs. Og ef foreldrarnir geta sameinað kröfuna um hlýðni og kær- leika, þá er miklu auðveldara fyrir börnin að trúa því, að Guð geri það einnig. Segið börnunum ekki að Guð sé eitthvert allsherjar meðal gegn öllum vandkvœðum, eins konar góður frœndi, sem veiti okkur allt, sem við biðjum hann um. Trú barnsins getur verið takmarka- laus í öllum sínum einfaldleik. Lítill drengur getur spurt: „Mamma, ef ég bið Guð um fótbolta, mun hann þá gefa mér hann?“ Hann biður í dýpstu alvöru um smáa sem stóra hluti, og verði bæn hans ekki uppfyllt, hefur hann ekki aðra skýringu á því en þá, að Guð hefði getað gefið honum hlut- inn, en ekki viljað það.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.