Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Síða 24

Heimili og skóli - 01.08.1962, Síða 24
76 HEIMILI OG SKÓLI lítil börn komast ekki hjá því að skynja sársauka, dauða og óréttlæti. Stundum getur það litið svo út, að trú- arbrögð okkar verði sífellt yfirborðs- kenndari og léttúðugri eftir því sem heimurinn umhverfis okkur verður fyllri af harmsögulegum atburðum. Stundum notum við trúarbrögðin til að blekkja sjálfa okkur og telja okkur trú um, að allt sé í bezta lagi og við höfum ekkert að óttast. Það er tómt mál að tala um öryggi, þegar það er ekki fyrir hendi. Það er tilgangslaust að tala um að allt verði við það sama, þegar allt tekur breyt- ingum. Það gagnar heldur ekkert að lifa eins og enginn dauði væri til þótt við eigum það alveg víst, að hann kem- ur einnig til okkar. Barnið veit einnig um dauðann og spyr um hann. Það þekkir snemma óréttlætið og skilur ekki, að Guð skuli láta það viðgang- ast. Barnið leggur fyrir sig sömu spurningarnar, sem fullorðna fólkið reynir að fá svarað. Börn taka þessa hluti miklu hátíðlegar en við höldum, ef þau finna heilindi hjá fullorðna fólkinu. Til að skýra þetta hefur Jósliúa Liebmann í einni af bókum sínum sagt frá manni, sem missti föður sinn og sendi sjö ára gamla dóttur sína burt af heimilinu til þess að hún kæm- ist ekki í kynni við sorg foreldranna. En litla stúlkan þjáðist af einsemd og heimþrá í hinu nýja heimili og Lieb- mann hvatti foreldrana eindregið til að taka dótturina aftur heim til sín. „Henni líður betur þar,“ sagði hann, „og svo getur hún huggað föður sinn.“ Sannleikurinn er sá, að jafnvei lítil börn geta skilið harmleiki, ekki kannski sakir vitsmuna, lieldur með hjartanu. Öll börn brjóta fyrr eða síð- ar heilann um dauðann. Hjá því verð- ur ekki komizt. Margir foreldrar reyna að leiða hjá sér allar slíkar spurning- ar. „Litli hvolpurinn liefur sofnað“, eða: „Afi tók sér ferð á hendur langt burt.“ En þá verður barnið hrætt um að það deyi á meðan það sefur. Og ef afi fór í langa ferð, hvers vegna kem- ur hann þá ekki aftur? Hér er bezt að segja sannleikann svo að barnið viti, að dauðinn er ekki venjulegur svefn eða löng ferð. Afi kemur aldrei aftur. En er það ekki yndislegt, að hann hef- ur fengið að vera hjá okkur svo lengi og við getum hugsað um hann og við eigum svo margar skemmtilegar minn- ingar um hann, og okkur þótti öllum svo vænt um hann. Hverju eigum við að svara, þegar börnin okkar spyrja hvernig á því standi að mönnum líði illa og að þeir séu hryggir? Hverns vegna Kristján sé lamaður eða Karen sé blind. Jú við höfum þá leið opna að segja að við vit- um það ekki. En við getum einnig sagt, að ef við öll legðumst á eitt með að hjálpa þeim, sem eiga bágt, gætum við kannski fundið leiðir til þess, og að það sé á þann hátt, sem Guð vilji að við vinnum til að hjálpa hvert öðru. Gefið börnnm ykkar ekki þá hug- mynd urn Guð, að áhrifasuæði hans sé aðeins barnaherbergið, heldur sá heim- ur, sem barnið á að vaxa upp i. Þegar við tölum um Guð við börn-

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.