Heimili og skóli - 01.08.1962, Page 30
82
HEIMILI OG SKÓLI
Börnin, sem enginn vildi hafa
JOHANN OG JUNE ROBBINS (ROTARYAN)
Sagan um Bill og Virginíu Newhall
og þeirra glæsilega hlutverk sem kjör-
foreldrar hófst með átakanlegum sorg-
arleik. Síðla sunnudag einn snemma á
vorinu 1952 hafði einkasonur þeirra,
Martin, átta ára að aldri, farið í skíða-
ferð út í hæðirnar, sem lágu umhverfis
heimili þeirra. Þegar hann kom heim
sagði hann aumkvunarlega: „Ég finn
svo mikið til í handleggnum.“
Röntgenmynd gaf til kynna að eitt-
hvert æxli þrengdi að olnbogaliðnum.
Nánari rannsókn leiddi í ljós, að hér
var um krabbamein að ræða. Martin
andaðist þremur mánuðum síðar.
„Þeir einir, sem misst hafa barnið
sitt, vita, hve tómlegt heimilið verður
á eftir,“ segir móðir hans. Bergmálið
af glöðum hlátrum lifir enn í hinum
tómlegu stofum. Jafnvel hundurinn og
kötturinn hafa misst matarlystina.
Bill Newhall hafði alizt upp á
barnaheimili. Hann vissi því að alltaf
voru til mörg börn, sem þörfnuðust
góðs heimilis. Konan hans hafði misst
fóstur oftar en einu sinni, þau gerðu
sér því enga von um að eignast fleiri
börn. Þau sneru sér því til yfirmanns
barnaverndarstarfsins og tilkynntu
honum, að þau vildu gjarnan taka
kjörbarn. En þau fengu sama svar og
þúsundir annarra foreldra höfðu áður
fengið undir svipuðum kringumstæð-
um: Þau voru orðin 45 ára og því of
gömul til að taka kjörbarn, auk þess
þóttu tekjur þeirra of lágar.
„En við getum útvegað ykkur nokk-
ur fósturbörn,“ sagði formaðurinn. A
næstu mánuðum tóku Newhallshjón-
in svo nokkur börn í fóstur um lengri
eða skemmri tíma og aftur bergmál-
aði heimili þeirra af glöðum barna-
hlátrum og barnahjali. En þeim var
þetta ekki nóg. „Við þráðum stöðugt
barn, sem við mættum kalla okkar
barn,“ segir frú Newhall.
Svo var það dag nokkurn árið 1955,
að Newhall las um bónda einn, sem
hafði beitt sér fyrir því, að nokkur
foreldralaus börn voru flutt frá Kóreu
og voru komin flugleiðis vestur um
haf. Þar hafði hann fundið þeim kjör-
foreldra. Þarna var líka tilgreint
ákveðið barnaheimili í Seoul.
Þetta sama kvöld skirfaði Virginía
N ewhall bréf. Það hófst á þessum orð-
um: „Við erum heiðarleg, miðaldra
hjón, sem eigum engin börn . ...“
Forstöðumaður kóreanska barnaheim-
ilisins svaraði skjótlega, að þau gætu
fengið 8 ára dreng að kjörsyni, sem
héti Kim, ef amerísk yfirvöld sam-
þykktu það. Það kom hjónunum raun-
ar á óvart að stjórnvöldin veittu leyf-
ið. Þó vöktu þau athygli hjónanna á
því, að enginn vissi neitt um þennan
dreng, hvorki ætt hans, gáfur né líkam-
legt atgerfi. „Það var auðséð, að þeir