Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 36

Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 36
88 HEIMILI OG SKÓLI Svava Skaftadóttir - NOKKUR MINNINGARORÐ - Svava Skaftadóttir kennslukona lézt í Reykjavík 1. ágúst síðastliðinn eftir langvarandi vanheilsu. Svava er fædd 21. júní árið 1906 að Litlagerði í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru þau hjónin Skafti Jóhannsson, Bessasonar á Skarði í Dalsmynni. Var það mikið kjarna- og atorkufólk, og Bergljót Sigurðardóttir frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, af mikilli og merkri ætt. Skafti dó snemma frá 7 börnum í ómegð. Var það yngsta þá á fyrsta ár- inu. Voru börnin því flest tekin í fóst- ur, og þá einkum af ættmennum. Svava ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Jóhanni Bessasyni og Sigurlaugu Ein- arsdóttur konu hans. Svava fór í Gagn- fræðaskólann á Akureyri og útskrifað- ist þaðan 1925. Þá stundaði hún garð- yrkjunám á Akureyri og hafði hún eftir það mikinn áhuga á garðyrkju. Hún var t. d. garðyrkjukennari við húsmæðrakennaraskólann sumarið 1947. Kennarapróf tók hún vorið 1934. Þá dvaldist hún erlendis vetur- inn 1956—57 og kynnti sér þar skóla- og kennslumál. Hún var kennari á Grenivík frá 1934 til 1941. Þá var hún kennari á Eyrarbakka 1941—42, í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 1947—52, en frá árinu 1952 var hún kennari við barnaskóla Glerárhverfis á Akureyri. Nú síðustu 1—2 árin hefur hún ekki Svava Skajtadóttir. getað sinnt kennslu vegna vanheilsu. Svava Skaftadóttir var eitt kjörtímabil í stjórn Sambands norðlenzkra barna- kennara og sýndi þar mikinn áhuga og dugnað. Ég þekkti ekki Svövu sem kennara, en ég held að það megi full- yrða, að hún hafi verið duglegur og samvizkusamur kennari. Hún var sjálf- stæð í starfi og fór sínar eigin götur. Hún var félagi í Kennarafélagi Eyja- fjarðar og rækti það félag vel. Það er eftirsjá að öllum, sem falla frá í ftillu starfi. EI. J. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.