Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 36
88
HEIMILI OG SKÓLI
Svava Skaftadóttir
- NOKKUR MINNINGARORÐ -
Svava Skaftadóttir kennslukona lézt
í Reykjavík 1. ágúst síðastliðinn eftir
langvarandi vanheilsu. Svava er fædd
21. júní árið 1906 að Litlagerði í
Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar hennar voru þau hjónin
Skafti Jóhannsson, Bessasonar á Skarði
í Dalsmynni. Var það mikið kjarna- og
atorkufólk, og Bergljót Sigurðardóttir
frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, af
mikilli og merkri ætt.
Skafti dó snemma frá 7 börnum í
ómegð. Var það yngsta þá á fyrsta ár-
inu. Voru börnin því flest tekin í fóst-
ur, og þá einkum af ættmennum.
Svava ólst upp hjá afa sínum og ömmu,
Jóhanni Bessasyni og Sigurlaugu Ein-
arsdóttur konu hans. Svava fór í Gagn-
fræðaskólann á Akureyri og útskrifað-
ist þaðan 1925. Þá stundaði hún garð-
yrkjunám á Akureyri og hafði hún
eftir það mikinn áhuga á garðyrkju.
Hún var t. d. garðyrkjukennari við
húsmæðrakennaraskólann sumarið
1947. Kennarapróf tók hún vorið
1934. Þá dvaldist hún erlendis vetur-
inn 1956—57 og kynnti sér þar skóla-
og kennslumál. Hún var kennari á
Grenivík frá 1934 til 1941. Þá var hún
kennari á Eyrarbakka 1941—42, í
Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 1947—52,
en frá árinu 1952 var hún kennari við
barnaskóla Glerárhverfis á Akureyri.
Nú síðustu 1—2 árin hefur hún ekki
Svava Skajtadóttir.
getað sinnt kennslu vegna vanheilsu.
Svava Skaftadóttir var eitt kjörtímabil
í stjórn Sambands norðlenzkra barna-
kennara og sýndi þar mikinn áhuga
og dugnað. Ég þekkti ekki Svövu sem
kennara, en ég held að það megi full-
yrða, að hún hafi verið duglegur og
samvizkusamur kennari. Hún var sjálf-
stæð í starfi og fór sínar eigin götur.
Hún var félagi í Kennarafélagi Eyja-
fjarðar og rækti það félag vel. Það er
eftirsjá að öllum, sem falla frá í ftillu
starfi.
EI. J. M.