Heimili og skóli - 01.08.1962, Page 37
HEIMILI OG SKÓLI
89
ÓLAFUR GUNNARSSON:
VélvæSing síSustu tíma
og álirif liennar á atvinnulíf, s kóla
og starfsfræáslu
Útdráttur úr framsöguerindum, sem haldin voru á námsskeiði starfs-
fræðslustjóra í Sigtúnum í Svíþjóð dagana 21.—30. ágúst 1961.
Fyrsta dag námsskeiðsins voru flutt
íjögur framsöguerindi um aðalmálefni
námsskeiðsins. Voru frummælendur
Matts Bergom Larsson, framkvæmda-
stjóri, Bertil Olsson aðalframkvæmda-
stjóri, N. G. Rosén aðalfræðslustjóri,
Wolmar Mattlar starfsfræðslustjóri og
Per Watsson, verkfræðingur.
Per Watsson gerði stutta grein fyrir
tækniþróun allt frá aukinni vélvæð-
ingu innan gamla iðnaðarins yfir í
liina fullkomnu sjálfvirkni.
Matts Larsson benti á, hversu gífur-
leg bylting hefði orðið í verksmiðju-
iðnaðinum, þar sem sjálfvirkni hefði
nú losað starfsfólkið við að beita kröft-
um þannig að hvert starf á því sviði
væri nú eins vel hægt að vinna af
kvenfólki og karlmönnum. Raunar var
það nokkurt áhyggjuefni hinum
sænsku fyrirlesurum yfirleitt, hversu
hægt gengi að fá kvenfólkið út í verk-
smiðjuiðnaðinn. Töldu þeir, að vinnu-
kraftur kvenna á þessu sviði í Svíþjóð
yrði reiknaður í prómillum en t. d. í
Sovétríkjunum væru 50% verksmiðju-
fólks konur og 20% verkfræðinga. Eitt
af því jákvæða, sem fylgir vélvæðing-
unni taldi Larsson vera, að fólk, sem
ekki hefði nema lítið brot af starfs-
orku sinni við venjuleg störf, gæti gert
100% gagn, þar sem vélarnar sæju um
erfiðið, en mannshugurinn stjórnaði
þeim.
Larsson taldi, að það, sem hlyti að
fylgja af vélvæðingunni í skólamálum,
væri í fyrsta lagi betri undirstöðu-
menntun. í öðru lagi þyrfti að mennta
15—20% nemenda með sjálfvirkni fyr-
ir augum. í þriðja lagi að sérnrennta
marga á vinnustöðunum sjálfum. í
fjórða lagi verður fólkið í framtíðinni
að vera viðbúið endurþjálfun. fSbr.
starfsmenn flugfélaga, sem sí og æ
verða að læra að stjórna, líta eftir og
gera við nýjar tegundir flugvéla.)
Rosén aðalfræðslumálastjóri sagði,
að skólinn yrði fyrst og fremst að búa
æskuna undir það atvinnulíf, sem
hennar biði, en það væri oft nokkuð
erfitt fyrir skólana að gera sér grein
fyrir hvers væri að vænta í framtíð-