Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 39
HEIMILI OG SKÓLI
91
verk 600.000 manns eða eins margra
og þeirra, sem vinna í öllum sænskum
iðnaði til samans, hefði verið á einum
stað, hefði flutningskostnaðurinn orð-
ið meiri heldur en næmi þeim auka-
kostnaði, sem leiddi af því að skipta
verksmiðjunni í fernt.
Evrópa stendur sérstaklega vel að
vígi hvað flutninga snertir vegna flóa,
fjarða og fljóta. Enginn staður í
Evrópu er meira en 500 kílómetra frá
hafi eða fljótshöfn. Flutningar sjóveg
eru mun ódýrari en flutningar á veg-
um eða með járnbrautarlestum.
Ef dreginn væri hringur með 500
kílómetra radius frá bænum Ostende
í Belgíu sem miðdepli, fengjum við
svæði með 70% af iðnaði Evrópu inn-
an þessa hrings. Sölu- og flutnings-
kostnaður þess, sem notað er innan
þessa hrings verður sáralítill ef borið
er saman við sölukostnað á strjálbýl-
um stöðum. Kopparbergssýslan í Sví-
þjóð með 300.000 íb.úum er t. d. jafn-
stór allri Belgíu. Á íslandi er strjál-
býlið þó enn þá meira. Dreifing vör-
unnar verður því mjög dýr hér í sam-
anburði við þéttbýlli lönd.
Fyrirlesarinn rakti síðan éfnahags-
þróunina í Evrópu síðan seinrii heims-
styrjöldinni lauk. Marshallhjálpin, sem
veitt var fyrir milligöngu OEEC, veitti
fjölda Evrópubúa mikla þjálfun í sanr-
skiptum margra þjóða.
Um 1952 taldi Pauer að Evrópu-
þjóðirnar hafi haft á að skipa a. m. k.
50.000 þjálfuðum mönnurn á því sviði,
og það gerði alla samninga mun auð-
veldari en ella.
Þar eð fyrirlesarinn gerði ráð fyrir
að öll Evrópa myndi smám saman sam-
einast í eina efnahagslega heild, ræddi
hann aðallega um hvers Evrópa sem
slík mætti sín. Þessi hluti heimsálfunn-
ar ræður yfir 40% af verzlun allra
jarðarbúa og 60% af verzlun með iðn-
aðarvörur. Evrópumarkaðurinn ræður
yfir 55—60% af iðnaði Evrópu, en á
þessu svæði eru 12% þjóðanna raun-
verulega atvinnulausir í sveitunum.
Þessi tala er þannig fengin, að Pauer
gerir ráð fyrir, að með því að nota ný-
tízkuaðferðir í landbúnaði þurfi ekki
nema 8% þjóðanna til þess að fram-
leiða matvæli, en í Vestur-Evrópu
stunda 20% þessa atvinnu. I Svíþjóð
13%, þar hafa yfirvöldin unnið að því
að fá bændur til að leggja í eyði kot-
jarðir á afskekktum stöðum, en rækta
skóg í staðinn. í Noregi er tilsvarandi
tala 17.18%, í Finnlandi 25%, en í
Englandi aðeins 4%, þannig að EFTA-
löndin hafa til samans aðeins 8%, sem
stunda landbúnað.
Pauer benti á, að bæði í Svíþjóð og
Bandaríkjunum væri sjáLfsafgreiðslu-
fyrirkomulagið nú komið á það stig,
að þar gætu menn nú keypt varahluti
í bíla á þennan hátt. Hins vegar væru
þrjár þjóðir í Evrópu utan við bæði
Márkaðsbandalagið og EFTA svo fá-
tækar og vanþróaðar, að þær yrðu Lrin-
um þjóðunum nokkurt vandamál.
Þetta væru Spánverjar, íslendingar og
Tyrkir. (Að fyrirlestrinum loknum
ræddi ég all lengi við fyrirlesarann um
það á hverju hann byggði það álit sitt,
að íslendingar væru vanþróaðir. Sagð-
ist hann hafa gert það á þeim forsend-
um, að við flyttum svo að segja ekkert
út nema fiskafurðir og þjóð, sem
þannig væri ástatt með væri í efna-