Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 41
HEIMILI OG SKÖLI
93
þrjái- meginkröfur til nýtingar vinnu-
afls:
1) Flytja vinnuafl landfræðilega.
2) Flytja vinnuafl milli starfsgreina.
3) Flytja fjármagn.
í sumum löndum er naumast urn
annað vinnuafl að ræða, sem ekki hef-
ur verið nýtt en giftar konur. Hvar er
þeirra að leita og hvernig á að tryggja
þjóðfélaginu vinnuafl þeirra?
Giftar konur eru þar, sem giftir
menn eru. Þær fara ekki frá heimili og
börnum til þess að stunda einhverja
at vinnu eins og karlmenn geta gert.
í Stokkhólmi eru um það bil 40%
giftra kvenna vinnandi utan heimilis.
Gert er ráð fyrir, að ekki komi til
greina að meir en 50% giftra kvenna
geti unnið utan heimilis, hinn helm-
ingurinn sé bundinn við móðurskyld-
ur eða önnur skyldustörf á heimilum,
sem ekki sé hægt að yfirgefa.
Bertil Olsson taldi, að unnt ætti að
vera að láta 1% af vinnuaflinu skipta
unr vinnu árlega, án þess að til vand-
ræða komi. í Svíþjóð munu nú um
hálft % skipta um vinnu á ári hverju.
Bertil Olsson benti á, að æ fleiri
myndu þurfa á allgóðri sérmenntun
að halda. Sem dæmi nefndi hann, að
æ fleiri yrðu að vinna á teiknistofum,
rannsóknarstofum, verkfræðingadeild-
um, áætlunardeildum og söludeildum.
Alls konar þjónusta eykst, en verkum
unnum með höndum fækkar. Frítím-
um fjölgar og tómstundir hafa æ meira
gildi fyrir mannkynið og því mikils
um vert að þeim tómstundum sé vel
varið.
Loks ræddi forstjórinn nokkuð um
mál vinnufatlaðra og sagði, að þjóð-
félagið yrði að láta þetta fólk fá verk-
efni við sitt hæfi, annars væri ekki um
gemýtingu vinnuafls að ræða. Velferð-
arríkin mega ekki gleyma skyldum
sínum við þá, sem verst eru á vegi
staddir, og þeim verður bezt hjálpað
með því, að hjálpin sé hjálp til sjálfs-
hjálpar.
Forstjóri Félagsmálastofnunarinnar
dönsku og formaður í vísinda- og
tækninefnd OECD, Henning Friis,
ræddi um „Menntun í sambandi við
tækniþróun.“
Önnur hlið allrar menntunar er að
varðveita þá menningu, sem myndazt
hefur. Hin hliðin er að stuðla að
breytingum og framþróun. Oftast er
skólinn íhaldssamur og fylgist illa með
tímanum. Þess vegna hefur framþró-
unin aldrei spírað innan veggja skól-
anna. Enn hefur ekki orðið veruleg
breyting í þessu efni. Tæknifræðsla
skólanna er langt á eftir því, sem þjóð-
félögin þarfnast.
Áður fyrr var aðalhlutverk skólanna
trúarlegs og félagslegs eðlis. Öll verk-
kennsla fór fram á heimilum, verk-
stæðum og öðrum vinnustöðum. Enn
þann dag í dag er allt annað nám en
tæknilegt aðalatriði í skólum.
Allir eru sammála um, að human-
istisku fögin hljóti alltaf að fá allmik-
ið rúm í skólum. Jafnvel sölumaður-
inn, sem getur talað um Shakespeare,
Goethe, Sarte og Proust, stendur bet-
ur að vígi í matarboðum sumra fyrir-
tækja en félagi hans, sem ekki þekkir
neitt til þessara manna.
Undirbúningsmenntun, þ. e. barna-
og unglingaskólamenntun, þarf að