Heimili og skóli - 01.08.1962, Síða 42
94
HEIMILI OG SKÓLI
veita meiri möguleika til þess að menn
geti skipt um störf síðar á ævinni en
nú gerist. Með öðrum orðum, hún þarf
að veita hagnýtari þekkingu um fleira
raunhæft en nú gerist auk hinnar al-
mennu menntunar. Það þýðir að fleira
óraunhæft verður að hverfa. Þetta er
hið eilífa endurmat á, hvað er gagn-
legt í skólanámi og hvað ekki.
Sérhæfing í námi má ekki koma of
snemma, en þegar hún kemur, verður
hún að stefna að einhverju ákveðnu
marki.
Um fagmenntun má deila. Sumar
þjóðir, t. d. Danir og íslendingar, hafa
langa iðnmenntun og litla möguleika
til að skipta um. í Svíþjóð, Bandaríkj-
unum og Englandi er fagmenntunin
styttri og möguleikarnir til að fara
t. d. úr einu iðnstarfi í annað nreiri.
Þessu fylgir meiri tilflutningur milli
staða, þar sem iðnaðarmenn elta oft
bezt launuðu starfsgreinarnar. Þetta
er ekki aðeins faglegt spursmál, held-
ur einnig siðfræðilegt. Menn verða að
gera upp við sig, hvað þeir vilja helzt.
Allir verða að gera ráð fyrir endur-
þjálfun einhvem tíma á ævinni, eink-
um konur, sem hverfa úr atvinnulíf-
inu 10—15 ár, meðan á barneignum og
ungbarnauppeldi stendur.
Einar Thorsrud dósent við Tækni-
háskólann í Þrándheimi hélt erindi
um „Verkfræðistörf og tækniháskóla á
starfsbreytingatímum."
Einar Thorserud brá upp smámynd
af prófessor, sem hættir störfum 1961,
og þeim, sem er nýtekinn við starfi.
Eftirlaunaprófessorinn er alinn upp í
háskólaumhverfi fyrir fyrri heims-
styrjöldina, þegar allt gekk hægt og
rólega, og háskólakennarinn hafði auk
þess að fylgjast með því litla, sem nýtt
var í hans fagi, góðan tíma til að fylgj-
ast með ýmsu, sem gerðist í öðrum
fræðigreinum. Sama máli gegndi um
stúdentana. Þeir gátu vel tekið þátt í
félags- og menningarlífi eftir því sem
efnahagur þeirra leyfði, án þess að
vera lengur við nám en hóflegt þótti.
Prófessorinn, sem nú er nýtekinn
við starfi, er jafnan með heilan hóp af
sérfræðingum í kringum sig. Hann
ræður yfir allmiklu fé, sem gerir hon-
um kleift að fylgjast með í sínu fagi.
Til þess að geta það, þarf hann aðstoð
launaðra aðstoðarmanna og stúdenta.
Hann virðist sí og æ vera á ferðinni
frá morgni til kvölds. Frá kennslu-
stund á stjórnarfund. Alltaf er eitthvað
að gerast í sambandi við aðalstarf hans,
kennslu í tæknilegum efnum.
Af erindi Einars Thorseruds var
ljóst, að Norðmenn gera ráð fyrir
geysilegri fjölgun verkfræðinga á næstu
árum og þó verður erfitt að tækni-
mennta eins marga menn og þörf er
fyrir og raunar ekki hægt í landinu
sjálfu. Allmikill fjöldi norskra stú-
denta verður að læra erlendis vegna
þrengsla í norskum háskólum.
Fjölbreytnin í háskólanámi taldi
Einar Thorsrud að yrði slík á næstu
árum, að háskólarnir yrðu að sjá stú-
dentum fyrir umfangsmikilli náms-
fræðslu, ef þeir ættu ekki að verða átta-
villtir í því mikla bákni sem nútíma
tækniháskóli væri á góðri leið með að
verða.
Aðrir þættir erindis Thorsruds
snertu einkum verkfræðinga og fyrir-