Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 44

Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 44
96 HEIMILI OG SKÓLI Koli kannaði afstöðu 397 verka- manna og skipti þeim síðan í þrjá flokka eftir afstöðu stjórnar fyrirtækj- anna, en þau voru 16, og þessir 397 menn valdir úr 1405 manna hópi, þannig að sem sönnust mynd af heild- arafstöðunni kæmi fram. Verkamenn, sem voru haldnir nei- kvæðum fordómum gagnvart yfir- mönnum, voru 48%. Verkamenn með júkvæða fordóma voru 11%. Verkamenn án fordóma 41%. Fordómar karla komu fram í sterk- ari orðum en fordómar kvenna. Afstöðu verkamanna til stjórnenda skiptir Koli í þrennt: 1) Andrúmsloft, sem einkennist af ótta. 2) Andrúmsloft, sem einkennist af óánægju. 3) Andrúmsloft, sem einkennist af jafnaðargeði og óttaleysi. Andrúmsloft, sem einkenndist af ótta, var ríkjandi í þremur fyrirtækj- um. Verkamennirnir voru hræddir við að missa vinnuna. Þeir álitu yfirmenn- ina stranga, harða, illvíga og illa lynta. Þeir eru of ofsafengnir, steyta hnef- ana, brauka og bramla, krefjast her- aga, læðupokast um vinnustaðinn og reyna að finna veikar hliðar á verka- mönnunum. Eru ókurteisir jafnt utan vinnustaðar sem innan. í öðrum flokki lenda stjórnendur, sem að dómi verkamanna einangra sig, sýna ekki undirmönnum sínum neinn trúnað, sýna sig sjaldan á vinnustað og forðast persónulegt samband við verkamenn. Draga allar ákvarðanir á langinn, eru hátíðlegir og óorðheldn- ir. „Lovar runt och liáller trunt“ ár „officiella och formella“ „som Lots liustru". Þannig reyndist ástandið í 7 fyrir- tækjum af 16. Loks einkenndist andrúmsloftið í 6 fyrirtækjum af jafnaðargeði og ótta- leysi. Verkamenn töldu yfirmenn sína vin- gjarnlega, heiðarlega, málefnalega og réttláta. Þeir fylgjast vel með starfinu og eru ekki hræddir við að fleygja a£ sér frökkunum og hjálpa til, ef svo ber undir. Þeir ræða oft um vinnuaðferðir og eru ekki hræddir við að viðurkenna mistök. Þeir gefa góð ráð, hjálpa þeim, sem ekki kunna nógu vel til verks. Þeir eru kurteisir og láta vinnuna ganga án þess að steyta hnefana. Þess má geta, að verkamenn í tveim fyrrnefndu hópunum töldu, að sam- band þeirra við yfirmennina færi sí- versnandi. Auðséð er á þessum niðurstöðum, að það er ekki meiri eða minni vél- væðing, sem sker úr um það, hvort verkamenn eru ánægðir á vinnustað eða ekki heldur allt andrúmsloft vinnustaðarins. Það kom hvarvetna fram í erindum og umræðum vinnuhópanna, að þörf myndi verða á mjög aukinni tækni- menntun í framtíðinni, en góð undir- stöðumenntun yrði framvegis sem hingað til aðalatriði í öllu skólastarfi. Sýnilegt er, að mjög auknar kröfur verður að gera til bæði kennara, starfs- valsleiðbeinenda og æskulýðsleiðtoga yfirleitt, þar eð þjóðfélögin verða æ flóknari og breytingarnar örari.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.