Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 46

Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 46
98 HEIMILI OG SKÓLI I myrkri fáfræSiimar Talið er, að um 700 milljónir manna í heiminum séu ólæsir og á hverju ári bætast 5 milljónir manna við þennan hóp, sem dæmdir eru til að lifa í myrkri fáfræðinnar alla ævi. í Bandaríkjunum t. d., því upplýsta stórveldi, eru um 5 milljónir manna ólæsir, og sú saga er sögð frá Englandi, að það hafi liðið 8 mánuðir þar til menn komust að því, að borgarfulltrúi einn var ólæs. Á fundum borgarráðs var að sjálfsögðu útbýtt alls konar nefndarálitum, tillögum og skjölum. Nefndur borgarráðsmaður blaðaði í skjölum þessum eins og aðrir fulltrú- ar og bar sig nákvæmlega eins að og þeir, en hann bað borgarstjórann allt- af um leyfi til að taka þessi skjöl með sér heim til „nánara yfirlits". Það kom í ljós seinna, að hann lét konuna sína alltaf lesa fyrir sig þessi skjöl upp- hátt, og þótt hann væri eigandi að mörgum íbúðasamstæðum, gat hann varla párað nafnið sitt. — Einstakt dæmi — segið þið. Jæja — staðreyndirnar segja nú aðra sögu. Amerískur háskóli fullyrðir, að um fimm milljónir manna í Bandaríkjun- um séu ólæsir, kunni hvorki að lesa né skrifa, og þetta er land hinnar miklu upplýsingar. Belgía er á toppinum með „aðeins“ 31 ólæsan mann á hverja 1000 íbúa. Þá kemur Frakkland með 33, Ungverjaland með 59, Egyptaland með 745, Indland með 821, Alsír (Múhameðstrúarmenn) 940 og Guinea 997. Tölurnar hœkka. UNESKO hefur gefið út skýrslu um ástandið í þessum efnum á 20. öld- inni. Þar stendur það svart á hvítu, að tala hinna ólæsu í heiminum hækki jafnt og þétt. Þessar skýrslur UNESKO ná til 75 landa, og þessar 700 milljón- ir ólæsra manna í heiminum eru um það bil 44% eða tveir fimmtu af öllu mannkyninu, sem komið er af barns- aldri. Árið 1929 var þessi tala 62 af hundraði. Hér verða nefnd nokkur dæmi, sem sýna „þróunina“. í Brasilíu voru um aldamótin síð- ustu 6.3 milljónir ólæsra manna eða 65.3 af hundraði. Árið 1950 var þessi hundraðshluti „aðeins“ 56.1, en þá var tala ólæsra manna samt komin upp í 13.3 milljónir. Svipað má segja um Indland. Hundraðshluti ólæsra manna lækkaði þar úr 93.5 niðlir í 80.7 af hundraði, en tala ólæsra manna hækk- aði um 20 milljónir, og í Egyptalandi úr 6.2 í rúmar 9 milljónir. Á sama tíma sem 10 milljónir ólæsra manna deyja fæðast 15 milljónir barna sem aldrei eiga þess kost að læra að lesa. í einstökum álfum eru hlutföllin þessi: í Asíu eru 75% ólæsir, Afríku 15%, Norður- og Suður-Ameríku 6.5% og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.