Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Síða 48

Heimili og skóli - 01.08.1962, Síða 48
100 HEIMILI OG SKÓLI Frá Fræðsluráði Isafjarðar Sökum alvarlegs kennaraskorts við Barnaskóla ísafjarðar og Gagnfræða- skólann á ísafirði samþykkti bæjar- stjórn ísafjarðar 14. þ. m. samhljóða að greiða öllum kennurum téðra skóla staðaruppbót næsta skólaár. Auka- greiðslur þessar eru kr. 750.00 til hvers kennara á starfsmánuð, — þ. e. í 9 mánuði, eða til hvers kennara kr. 6.750.00 yfir skólaárið. — Enn eru nokkrar stöður lausar við ísfirzku skólana. Samþykkt bæjarstjórnarinnar í þessu efni er byggð á samhljóða ósk fræðslu- ráðsins á ísafirði, en á fundi þess 13. þ. m. var samþ. svohljóðandi tillaga með atkv. allra fræðsluráðsmanna: „Þar sem barnskólinn hefur undan- farið búið við svo alvarlegan kennara- skort, að ekki hefur tekizt, — þrátt fyrir mikla aukavinnu kennaranna —, að halda uppi lögboðinni fræðslu sam- kvæmt námsskrá, og þar sem enn hef- ur engin umsókn borizt um auglýstar kennarastöðum við skólann, svo og með tilvísun til þess að allar líkur benda til að enn þá alvarlegra vanda- mál í þessum efnum sé að skapast í Gagnfræðaskólanum verði ekkert að- hafzt í málinu, samþykkir fræðsluráð- ið að beina þeirri ákveðnu ósk til bæj- arstjórnar ísafjarðar, að samþykkt verði að bæjarsjóður greiði kennurum téðra skóla staðaruppbót á laun skóla- árið 1962—1963, sem hér segir: a) Skólastjóra barnaskólans kr. 1000.00 pr. starfsmánuð. b) Kennurum skólanna kr. 750.00 pr. starfsmánuð. Greiðslur þessar miðist við fullt kennslustarf. Þeir kennarar, sem ekki gegna fullu starfi fái staðaruppbætur í hlutfalli við starf sitt. í sambandi við ofanritaða samþykkt vill fræðsluráðið minna á, að á sl. sumri barst engin umsókn um stöðu skólastjóra Gagnfræðaskólans fyrr en bæjarstjórnin samþykkti að greiða skólastjóranum launauppbætur, — en þá bárust fimm umsóknir enda þótt umsóknarfresturinn væri þá aðeins fá- einir dagar.“ Enn fremur samþykkti fræðsluráð ísafjarðar samhljóða eftirfarandi til- lögu á fundi sínum 13. ágúst sl.: „í tilefni af hinum alvarlega kenn- araskorti beinir fræðsluráð ísafjarðar þeim ákveðnu kröfum til ríkisvaldsins, að launakjör kennara verði sem allra fyrst hækkuð svo verulega, að kennara- starfið verði eftirsótt og þannig á raun- hæfan og varanlegan hátt ráðin bót á því ófremdarástandi, sem nú ríkir í þessum efnum. Jafnframt vill fræðsluráðið vekja athygli allra hlutaðeigandi aðilja á því, að það telur að ekki verði hjá því kom- izt að greiða staðauppbætur til kenn- ara úti á landi, og minnir í því sam- bandi á launagreiðslufyrirkomulag varðandi héraðslækna."

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.