Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 50

Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 50
102 HEIMILI OG SKÓLI Bækur og rit Lesum og lærum Svo nefnist lítil og falleg lestrarbók fyrir byrjendur, sem Ríkisútgáfa námsbóka hefur sent frá sér. Bókin er tekin saman af kenn- urunum Ásgeiri Guðmundssyni og Páli Guð- mundssyni, en Halldór Pétursson hefur teikn- að myndir í bókina, sem allt eru litmyndir, listrænar og skemmtilegar eins og vænta mátti. Bók þessi mun ætluð börnum, sem farið hafa yfir Gagn og gaman. Efni hennar er tekið úr daglega lifinu og er skemmtilega farið með það og við barna hæfi. En það, sem gefur efninu gildi og líf, eru hinar ágætu myndir, sem prýða bókina. Þetta er tvímæla- laust vandaðasta lestrarbókin, að ytra frá- gangi, sem Ríkisútgáfa námsbóka hefur gefið út. Bókin er 63 blaðsíður að stærð. Það, sem sérkennilegt er við þessa lestrar- bók er það, að henni fylgir vinnubók, sem börnunum er ætlað að eiga og vinna að í sambandi við lestur bókarinnar og er eins konar átthagafræðibók. Einstök atriði í lestr- arbókinni eru tekin til meðferðar í vinnu- bókinni og gerð þar betri skil með teikning- um og skýringum. Ég held að það sé óhætt að fullyrða, að þetta er fengur fyrir kennara að fá þessar bækur, og hafi höfundar og útgefandi þökk fyrir. H. J. M. Skólaskýrsla bama- og gagnfræða- skóla Reykjavíkur Heimili og skóla hefur borizt skýrsla um starfsemi barna- og gagnfræðaskóla Reykja- víkur skólaárið 1960—1961 og er það allfróð- legt rit, 67 blaðsíður að stærð í stóru broti. Það er tekið saman af fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Fyrst er skýrt frá skólum borg- arinnar, stjórn þeirra, skólastjórum og kenn- araliði. Barnaskólar eru 11, en gagnfræða- skólar 8, þá er sagt frá kennsluhúsnæði og fer það vaxandi og batnandi. Fastir kennarar við barnaskólana alla munu vera 225. Þá eru þarna birt prófverkefni beggja skólaflokkanna, bæði barnapróf og unglinga- próf. Þá eru birtar fréttir frá hverjum ein- stökum skóla og er sá þáttur hinn fróðlegasti. Loks er svo skýrt frá einstökum þáttum skóla- starfsins, sem ekki fellur beint inn í ramma hins venjulega starfs. Má þar t. d. nefna eftirlit með kennslu treggáfaðra barna, um- ferðakennslu, skólaþroskapróf, sálfræðideild skóla, ýmis námskeið o. fl. o. fl. Fræðslustjóri Reykjavíkur er Jónas B. Jóns- son, en formaður fræðsluráðs Helgi H. Ei- ríksson, fyrrv. skólastjóri. Blik, Ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Þetta myndarlega rit barst Heimili og skóla fyrir skömmu og hefur það aldrei verið stærra né fjölbreyttara. Að þessu sinni er það hvorki meira né minna en rúmar 350 blað- síður. Það lætur því að líkum, að ekki er hægt að geta efnis þess nema að litlu leyti. þarna eru margar veigamiklar og fróðlegar greinar, en ritið hefst á grein eftir ritstjór- ann, Þorstein Víglundsson, skólastjóra, sem hann nefnir Hugveltju og fjallar einkum um áfengismál og viðhorf æskunnar til þeirra mála. Þá er löng og merkileg grein, sem nefn- ist Saga Bnkasafns Vestmannaeyja eftir Har- ald Guðnason. Þá kemur framhald greinar- innar Saga barnafraðslunnar í Vestmanna- eyjum, eftir ritstjórann. Henni fylgir kenn- aratal frá 1885—1904. Þá er grein um Bún- aðarskólann á Stend eftir ritstjórann og grein sem nefnist Ofanbyggjarar á fyrstu árum 20. aldarinnar eftir Friðfinn Finnsson. Þá er grein um knattspyrnufélagið Tý 40 ára með mörgum myndum. Þá er skólaskýrsla, þáttur nemenda og margt fleira. Ritið er prýtt fjölda mynda. Rit þetta er merkilegt framlag til sögu Vestmannaeyja og skólanum til sóma. H. J. M. Norsk pædagogisk tidsskrift Fyrir skömmu er komið út stórmyndarlegt hefti af Norsk pædagogisk tidsskrift, sem

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.