Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 3

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 3
LÆKNANEMINN Útg. Fél. Læknanema Háskóla íslands. Reykjavík, okt. 1956 3. tbl. 9. árg. / upp h a fi Oft ræða stúdentar sín á milli um fyrirkomulag kennslu og prófa í Háskólanum. Einkum eru það gallarnir, sem á dagskrá eru, og má segja, að það sé eðlilegt. Hér verður rætt nokkuð um fyrir- komulag prófa í upphafi náms- ins, og ef við athugum, hvernig það er, kemur eftirfarandi í ljós. Öllum stúdentum er heimilt að innritast í deildina. Fyrsti áfang- inn er undirbúningspróf í efna- fræði, sem heimilt er að taka að afloknu verklegu námi í ólífrænni efnagreiningu. Næsti áfangi er svo fyrsta hluta prófið, en það er tvö munnleg próf, annað í líffæra- fræði og hitt í lífeðlis- og lífefna- fræði. Áður en það er tekið, fá stúdentar tilsögn í smásjárskoðun vefja, og ofurlitla nasasjón af rannsóknaraðferðum lífeðlisfræð- innar. Algengast er, að menn taki efnafræðiprófið eftir tveggja til þriggja missira nám, og fyrsta hluta prófið fjórum til sex miss- irum síðar. Embættispróf er svo venjulega tekið 8 missirum eftir fyrsta hluta próf. Svona horfir þetta við frá sjón- armiði reglugerðarinnar, en til þess að kanna svolítið árangur þessa fyrirkomulags, hefur eftir- farandi tafla verið tekin saman úr Árbókum Háskóla Islands Samkvæmt. töflunni innrituðust U. Pi So X a ú a & 8j a _• c ö £ £ ci M H t—i H H 1937-38 28 • 14 1938-39 25 11 1939-40 28 12 9 1940-41 26 15 6 1941-42 23 11 7 1942-43 22 16 12 1943-44 33 25 9 8 1944^45 36 16 10 5 1945-46 33 21 10 6 1946-47 38 28 11 11 3 292 169 1947-48 36 24 17 6 1948-49 52 30 18 11 109 1949-50' 50 41 11 8 1 1950-51 59 46 17 9 3 1951-52 49 49 19 21 3 1952-53 50 38 21 14 4 99 14 292 stúdentar í deildina á árunum 1937—1947, og á sömu árum hafa 169 stúdentar tekið efnafræðipróf- ið. Á árunum 1939—1949 tóku 109 fyrsta hluta prófið, og á árunum 1943—1953 luku 99 kandidatar prófi í læknisfræði og 14 í tann- lækningum. Með öðrum orðum: af 292 stúdentum innrituðum, luku

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.