Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 9
LÆKNANEMINN
9
um rannsóknaraðferð þessa og
hættur þær, sem henni fylgja.
Terry gefur yfirlit yfir þau tilfelli,
sem sagt hefir verið frá í lækna-
ritum frá árinu 1939 og til þess
tíma, sem ritgerðin er skrifuð.
Segir hann, að á þessu tímabili
hafi verið getið í læknaritum 10600
lifrarástungna í ofangreindu
augnamiði. Dánartalan var 0,12%,
en complicationir í 0,32% tilfell-
anna. Allir sjúklingarnir, sem dóu,
voru dauðvona (moribund), þegar
aðgerðin var framkvæmd, að ein-
um undanskildum.
Þær complicationir, sem til
greina koma, eru fyrst og fremst
blæðingar. Blæðir oftast inn í kvið-
arhol. Stundum getur blæðing orð-
ið það alvarleg, að opna þurfi kvið-
arhol til að stöðva hana, en í öðr-
um tilfellum nægir blóðgjöf. Önn-
ur complication, en sjaldgæfari, er
svonefndur gallperitonitis, sem
mun aðeins koma fyrir hjá sjúk-
lingum með mekaniskan icterus.
Af enn sjaldgæfari complication-
um má nefna pneumothorax.
Margháttaðar varúðarráðstaf-
anir má viðhafa til að forða slys-
um við lifrarástungu, og vísast
í því sambandi til áðurnefndrar
greinar eftir Terry. Rannsóknar-
aðferð þessi hefir, svo ég viti, að-
eins verið notuð hér á landi í 3
eða 4 skipti af prófessor Jóhanni
heitnum Sæmundssyni.
1 J.A.M.A. frá því í júní 1947
birtir Mallory(7) grein um athug-
anir á meinafræði hepatitis infec-
tiosa, athuganir, sem gerðar voru
með því að rannsakaður var vefur
tekinn við lifrarástungur hjá ame-
rískum hermönnum í síðustu
heimsstyrjöld, þ.e.a.s. á tímabil-
inu frá því um haustið 1944 og
þar til fram á vor 1945. Mallory
flokkar breytingarnar í acut stig
með eða án gulu og svo annað
stig, sem byrjar þegar gulan hverf-
ur. Af þeim breytingum, sem sjást
á acut stiginu, skal fyrst vikið að
lifrarfrumu degeneration og nek-
rósis. Breytmgar þessar sjást í lifr.
arfrumum á víð og dreif um lobul-
us og eru í því fólgnar, að frym-
ið verður homogent og ákaflega
sýruhneigt (acidophilia). Kjarn-
inn verður fyrst pyknotiskur, síð-
an leysist hann sundur í smákorn
og hverfur að lokum með öllu.
Fruman flyzt út úr sinni eðlilegu
röð í lifrarbjálkanum, breytir um
lögun og skreppur saman í rauð-
leita, homogen smákúlu. Venju-
lega dragast svo einkjarna bólgu-
frumur að þessari hrörnuðu frumu.
Önnur mynd hrörnunarbreyting-
anna, en miklu sjaldgæfari, sést
stundum í lifrarfrumunum, þann-
ig, að frumurnar blása út og
stækka, svo þær geta orðið 4—5
sinnum stærri en eðlilegt er. í
fryminu sjást sérkennilegar kúlur
eða korn, og verður fruman öll
mjög Ijós á að sjá. Ekki er unnt
að sýna fram á fitu í kúlum þess-
um. Kjarninn verður oft óregluleg-
ur og stundum greinast margii'
kjarnar í sömu frumunni. ,
Sem afleiðing af nefndum hrörn-
unarbreytingum sést, að bygging
lobuli ruglast og lifrarbjálkarnir
ganga úr skorðum. Þeir verða mis-
gildir, sveigjast og beygjast á
ýmsa vegu og stundum rofnar
samhengi þeirra með öllu.
Samfara hrörnunarbreytingun-
um koma fram bólgubreytingar,
sem flokka má í tvennt. I fyrsta
lagi er bólga umhverfis portagrein.
ar. Ber þar mest á einkjarna frum-
um, þ.e.a.s. monocytum, histiocyt-
um og lymphocytum, en plasma-
frumur sjást einnig á stangli. Flip.
kirnd hvítkorn sjást líka og stund-
um ber mjög mikið á eosintækum
hvítkornum. (Sbr. 1. og 2. mynd).