Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 8
8 LÆKNANEMINN blóðkornatalningar, sé ekki gætt fyllsta hreinlætis. Loks skal þess getið, að gulusótt sú, sem stund- um varð vart hjá sjúklingum 1 salvarsanmeðferð áður fyrr, er nú af mörgum talin hafa verið ser- um hepatitis. Meðgöngutími gulusóttar í far- sóttum er talinn vera frá 15—34 dagar, en serum hepatitis frá 56 —134 dagar. Meinafræði: I gulusóttarfaröldr- um eru dauðsföll mjög fátíð, og er talið að rúmlega 99% af sjúk- lingunum lifi sjúkdóminn af. Það var því ekki fyrr en Iversen og Ro- holm (6) skráðu athuganir sínar á gulusóttarsýkingu, að nokkuð áreiðanlegt var vitað um meina- fræði sjúkdómsins. Niðurstöður þeirra byggðust á rannsókn á vefjabitum, sem fengnir voru með ástungu á lifur hjá sjúk- lingum á mismunandi stig- um sjúkdómsins. Fram að þeim tíma höfðu skoðanir Virchows á meinafræði gulusóttar verið ríkj- andi, en hann hélt því fram, að gulan kæmi af því að slímtappi settist í ductus choledochus og ylli þar stíflu. Hin aukna, slímmyndun var talin stafa af katarrhaliskri bólgu í stærri gallvegum. En at- huganir Iversen og Roholm leiddu í ljós, að vef jabreytingar þær, sem að baki sjúkdómnum lágu, voru hrörnunarbreytingar á lifrarfrum- unum sjálfum, en í kjölfar hrörn- unarbreytinganna fylgdu svo bólgubreytingar. Niðurstöður þess- ar hafa verið staðfestar af fjölda annarra athugenda, svo sem Dible, Mach Michael og Sherlock í Bret- landi(7) og Malloary(8) og fleir- um í Bandaríkjunum. Þar sem lifrarástunga, til þess að ná í vefjasýni, hefir reynzt svo árangursrík rannsóknaraðferð til að upplýsa meinafræði gulusóttar, þykir mér rétt að lýsa henni nokkru nánar. Mismunandi aðferð- ir hafa verið reyndar, en flestum er það sameiginlegt, að notuð er staðdeyfing með procain hydro- chlorid eða öðru skildu efni. Að- ferð sú, sem Iversen og Roholm lýstu, hefir víða verið viðhöfð. Sjúklingurinn er látinn liggja á bakinu. Staður fyrir punktio er valinn í 9. millirif jabili í aftari hol- handarlínu hægra megin. Eftir að búið er að staðdeyfa, er skorið fyrir með hníf í húðina. Sjúklingn- um er sagt að anda frá sér, svo sem hann má, og halda niðri í sér andanum. Notuð er sérstök lifrarástungunál með skarpri stíl- ettu. Nálinni er stungið inn á milli rifjanna, gegnum brjósthimnu og þind og nokkra sm inn í lifrina. Stílettan er tekin úr nálinni og sprauta tengd við og síðan dreg- ið í bulluna. Nálinni er svo ýtt áfram með snúningshreyfingum inn í lifrina um 2 sm og á þenn- an hátt skorinn strimill úr lifr- inni og soginn upp í nálina. Marg- ir nota 18 sm langa og 2 mm víða nál, en sumir, eins og t. d. Sher- lock, nota nálar, sem eru 15 sm á lengd og 1 mm í þvermál. Árið 1941 lýstu Tripoli og Fa- der (9) aðferð, sem var í því fólgin að stinga neðan rif ja og nota svo- kallaða Vim, Silverman nál. Hoff- bauer(lO) notar einnig þessa nál, þegar um er að ræða sjúklinga með greinilega lifrarstækkun. Hann stingur venjulega í miðviðbeins- línu, rétt neðan við rifjabogann. Fleiri aðferðum hefir verið lýst, en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér. Ástunga á lifur hefir alltaf nokkra hættu í för með sér og get- ur jafnvel, þegar illa tekst til, leitt til dauða. I grein í British Medical Joumal(ll) skrifar Richard Terry

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.