Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 16
16 LÆKNANEMINN Eift misseri í Heidelberg Háskólinn í Heidelberg er elzt- ur þýzkra háskóla, stofnaður árið 1386. Hann er einnig einn fræg- asti háskóli Þjóðverja. Margir þekktustu vísindamenn þeirra svo sem Bunsen, Kirchhoff, Kussmaul o. fl. störfuðu þar. Og þýzk skáld og erlend hafa löngum lofað stað. inn í bundnu máli og óbundnu. En sennilega hafa stúdentar, er þar hafa einhvern tíma verið við nám, gert mest til þess að gera borgina Heidelberg fræga langt út fyrir landamæri Þýzkalands. Til þess að skilja það að fullu, verða menn að hafa komið þang- að og kynnzt þeim einkennilega töfrandi blæ, sem hvílir yfir borg- inni, þar sem hún liggur gömul og rómantísk við Neckarfljót í mynni dals, sem bugðast, mjór og skógi vaxinn á báðar hliðar og opnast út á Rínarsléttuna. Menn verða að hafa gengið um gömul torg og stræti, séð fornar bygg- ingar og kirkjur, höllina fyrir ofan bæinn o. s. frv. Þeir, sem setja svip á bæinn, einkum að sumarlagi, eru stúdent- ar og ferðamenn, enda er bærinn ekki stór (125 þús. íbúar) og gamla Heidelberg, sem er „bær- bæ, eins og áður tíðkaðist. Er ég ekki í vafa um, að margt mætti af því læra. En þetta er fyrst og fremst mál, sem er undir okkur sjálfum komið og það er lækna- nemafélagsins að beita sér fyrir þessu í samráði við Læknafélag Reykjavíkur. Hér hefur verið stiklað á því helzta, en vafalaust má margt að öðru finna, er snertir námstilhög- un okkar. En hver er svo orsökin fyrir þessum misfellum? Jú, hugs- unar- og skipulagsleysi má kenna um sumt, en þó fyrst og fremst fjárskorti og þekkingarleysi hins opinbera. Þann þekkingarskort má svo aftur rekja til drumbsháttar og innilokunartilhneigingar læknanna og aumingjaháttar okkar sjálfra, sem sjaldan höfum samtakamátt til eins eða neins. Það sem fyrst og fremst þarf að gera, er að stór- bæta launakjör og starfsskilyrði prófessoranna, þannig að stöður þeirra yrðu eftirsóknarverðar, en það er langt frá, að svo sé nú. Stofna þarf rannsóknarstofur, þar sem prófessorum sé gert kleift að vinna að hugðarefnum sínum. Fjölga þarf prófessorum og tak- marka starfssvið þeirra, svo að þeir hafi tíma aflögu til vísinda- starfa, og síðast en ekki sízt, koma sjúkrahúsmálunum í lag. Nú má segja, að allt þetta kosti mikið fé, og það er rétt, en það er líka dýrt að halda uppi stofnun, sem hvorki er fugl eða fiskur og enn dýrara að setja heilsu landsmanna í hend- ur vankunnandi lækna. Ef menn segja svo, þrátt fyrir þetta, að við höfum ekki efni á þessu, þá er eins gott að leggja læknadeildina niður og senda stúdentana utan til náms við góða háskóla. Það yrði ódýrast. Eins og læknadeild- in er í dag, má hún ekki lengi vera. Takmarkið er að geta með sanni sagt, að hún sé vísindastofn- un, sem annist kennslu. V o x.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.