Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 15
LÆKNANEMINN 15 logi. Þar eru engar tilraunir gerð- ar, enda engin tæki fyrir hendi. Þótt við fáum vottað, að við höf- um tekið þátt í slíkum námskeið- um, vita allir, sem reynt hafa, að slíkt er ekki annað en yfirklór af dei'darinnar hálfu, til að ástand- ið líti betur út á pappírnum. Út- koman úr fyrsta hlntanum er því stúdentsgrey, uppbólginn af theo- rium og framandi nöfnum, sem hann hefur litla hugmynd um, hvernisr hann á að tengja við raun. veruleikann. I miðhlutanum er ástandið skárra, þótt ekki sé það gott. Pat- hologian er lífguð upp með sec- tionum og pathologisku safni, sem vel þyldi þó að vera endurnýjað, þar sem sum præparötin eru yfir 20 ára gömul og lítt þekkjanleg. Grunur leikur líka á, að sumir setji betur á sig útlit glasanna en inni- haldsins. Eitt finnst mér þó vera þess valdandi, að mönnum nýtist ekki af krufningunum sem skyldi, og bað er. hve feimnir heir eru yfir- leitt að spyrja í því fjölmenni, sem þar er vanalega statt. Því held ég, að það yrði til bót.ar, ef hver einstakur fengi ákveðið verkefni til að fylgjast með. í næsta tíma yrði hann svo látinn skýra frá því, sem hann hefði fundið athugavert og segia sitt áht á dánarorsökinni. Mundi stúdentinn þá búa sig betur undir tímann og efnið festast bet- ur í honum. Farmakologian er enn á fyrsta hluta stigi, þ. e. utanbókarlærdóm- ur. Ekkert ætti að saka, þó að möunum v^ru sýndar verkanir ein- stakra lyfja á tilraunadýrum, og mundi það e.t.v. koma í veg fyrir, að menn þyrftu að prófa þau á sjálfum sér í apótekunum, eins og nú tíðkast með misjöfnum árangri. -— Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn, að fara að tala um kursusana. Virðuleg nefnd kvað sitja á rökstólum til að fjalla um þau mál. En þar sem ekkert hefur ennþá gengið út af hennar munni um þetta, langar mig til að skjóta inn einu orði á ská. Að örfáum sjúkrahúsum undan- skildum, má heita, að stúdentinn hafi mjög lítið gagn af veru sinni þar. Þeir eru oft of margir í einu og lítið gert til að kenna þeim. Á Háskólasjúkrahúsinu svonefnda eru t. d. oft 6—7 stúdentar í einu á sömu deild. Þar gera þeir lítið, nema að flækjast fyrir starfslið- inu og hver fyrir öðrum, og tím- inn má heita að hafa farið til spill- is, ef ekki eru fallegir nemar í deildinni. Hvernig væri að hafa sama fyr- irkomulag og sums staðar í Banda- ríkjunum? Þar ganga lengra komnir stúdentar að staðaldri á sjúkrahúsin. Hver um sig fær á- kveðinn sjúkling til umsjónar um leið og hann kemur inn á sjúkra- húsið. Af honum tekur stúdentinn svo journal og rannsakar hann. Fylgist jafnframt með öllum rann- sóknum og aðgerðum, sem hann gengst undir og á jafnframt að vera reiðubúinn að skýra frá og draga ályktanir af þeim, hvenær sem prófessorinn æskir þess. Sem sagt, hann fylgist með sjúklingn um frá því að hann kemur inn og þar til hann fer út af sjúkrahús- inu. Eitt er enn, og það er, hve lítið stúdentinn hefur af slysaað- gerðum að segja. Að mínu áliti er það það fyrsta, sem hann þarf að læra, og því ætti hann að byrja á að taka 1—2 mán. kúrsus á slysastofu, áður en hann fer á nokkra aðra kursusa. Gaman væri einnig, ef síðasta hluta menn hefðu tækifæri til að fara í vitjanir með læknum út í

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.