Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 19
LÆKN ANEMINN 19 Þegar prófessor kom inn í Hör- saal, fylgdi honum alltaf hirð af yfirlæknum, aðstoðarlæknum og kandidötum, sem hlustuðu á meiri og minni hluta af Vorlesung eftir því sem þeir höfðu áhuga fyrir og tíma til. Mér var sagt, að áður hefði það tíðkazt allmikið, að gerðir væru uppskurðir í Hörsaal. Nú hefur þetta minnkað mikið, og próf. Bauer gerði aðeins einn á sumar- misserinu. Var það magaresection vegna krabbameins í pars pylorica ventriculi, gerð í thiopental + N20 + curare anesthesi og farið gegn- um miðlínuskurð. Tók aðgerðin frá því að incisionin var gerð, þar til sárinu hafði verið lokað, 60 mínút- ur. Ekki virtist hann flýta sér, en hann talaði viðstöðulaust, þegar frá eru talin stutt hlé, sem hann gerði til þess að lofa svæfingar- lækninum að tala. Það kom einstaka sinnum fyrir, að prófessor hélt ekki sína Vor- lesung. En það kom aldrei fyrir, að Vorlesung félli niður, því að þá talaði sá alltaf, er næstur hon- um gekk að virðingu. Nokkrum sinnum héldu erlendir prófessorar fyrirlestur. Sérstak- lega eru mér minnisstæðir fyrir- lestrar er Hollendingur flutti blaðalaust á reiprennandi þvzku um handlæknisaðgerðir á lungum vegna berkla í Hollandi, og Banda- ríkjamanni, sem var prófessor í fæðingarhjálp og kvensjúkdóm- um, og flutti, að vísu af blaði en á góðri þýzku, erindi um fæðing- arhjálp eins og hún gerist í Banda- ríkjunum, og tók þátt í umræðum á eftir. Kennslan í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp fer fram í Frauen- klinik. Ekki var gerður sérstakur munur á greinunum, þannig að sérstakir tímar í viku hverri væru ætlaðir einhverri annarri greininni, heldur sýnd og farið í tilfelli eftir því sem tilefni gafst til. En skyldu sjúklingar lagðir upp á borð til vaginal inspektionar eða explora- tionar, var alltaf komið með þær inn svæfðar (enhexymalnatrium). Minni háttar aðgerðir (abrasionir etc.) voru þá gerðar um leið in auditorio, en ef gera skyldi meiri aðgerð, var sjúklingi ekið inn í skurðstofu á eftir. 1 Frauenklinik tók ég ennfremur þátt í gynákologisch-geburtshilf- licher Untersuchungskurs. Þóttist ég læra nokkuð á honum, þótt ekki fengi ég mikla reynslu. I Frauenklinik er ágætt kerfi (fyrir stúdentana) að ófrískar konur (flestar ógiftar, og, að því er mér skildist, í einhverjum úti- stöðum við sjúkrasamlögin, vænt- anlega vegna þess að þær eru bæði ófrískar og ógiftar) vinna af sér þann kostnað, sem leiðir af fæð- ingu þeirra á stofnuninni með því að vinna þar í nokkrar vikur ein- hver léttari og óæðri störf, þ. á m. eru þær skyldugar til þess að leyfa stúdentum að æfa sig á að skoða þær. Skoðanir þær, sem okkur var leyft að gera, voru þó heldur lítil- fjörlegar, ekki á fæðandi konum og aðeins ytri skoðun. Konur þær, sem við skoðuðum með tilliti til gynekologiskra einkenna, tilheyrðu sjúklingamateriale klinikunnar og komu allar inn svæfðar. Of langt mál yrði að lýsa öðr- um klinikum, sem ég sótti Vor- lesungen og verklegar æfingar í. Það voru auk kirurgisku og Frau- enklinik: medizinische-, medizini- sche Poliklinik, neurologische-, Haut- og Augenklinik. Bækur þær, sem notaðar eru, kynnti ég mér lítið. Yfirleitt var ekki siður að koma með þær í tíma. En verð þeirra er óhóflega hátt,

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.