Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 21
LÆKNANSMINN 21 SKÁKÞÁTTURINN Stærsti viðburðurinn í heimi skáklistarinnar þetta árið, er vafa- laust Olympíuskákmótið, sem hófst í Moskvu í byrjun sept. og stend- ur enn yfir, er þetta er ritað. Eng- inn skyldi því voga sér að skrifa greinastúf um skák í ár, án þess að minnast þessarar keppni að einhverju leyti, eða að minnsta kosti láta í það skína, að hann viti eitthvað um hana, og geri ég það hér með. Það, sem vekur mesta athygli okkar stúdenta í sambandi við skák nú, er vafalaust sú fyrir- ætlan að halda næsta alþjóðaskák- mót stúdenta hér á landi næsta sumar. Undanfarin 4 ár hafa ís- lenzkir stúdentar tekið þátt í þess- um alþjóðaskákmótum og hafa í öll fjögur skiptin staðið sig með ágætum og verið landi sínu og ís- lenzkum stúdentum til sóma. Ekki er enn ákveðið, hvenær væntanlegt skákmót verður hald- ið, en fullvíst er þó, að það verði einhvern sumarmánuðinn næsta. Ekki vita menn heldur, hversu mikil þátttakan verður, en þó er búizt við, að hún verði mjög mikil og jafnvel meiri en nokkru sinni fyrr, einkum ef til þess kæmi ,að einhver Ameríkuríkin sendu lið til keppninnar, en þau hafa hingað til ekki verið með í þessum stú- dentaskákmótum. Að sjálfsögðu er ekki hægt að spá neinu um keppnina, eða yfir- leitt að gera sér nokkra hugmynd um hana, þar sem maður veit svo lítið um fyrirkomulag hennar og þátttöku í henni ennþá. Nefnd stúdenta vinnur nú af kappi að undirbúningi mótsins, og er það að vonum mikið verk og erfitt, sem hún á fyrir höndum, því að það er ekki lítið verk að skipuleggja slíkt alþjóðamót sem þetta og margir erfiðleikarnir, sem þarf að yfirstíga, áður en skákgarparnir geta sezt að borðum og hafið or- ustuna. Vonandi verða íslenzkir stúdentar samtaka um að gera þessa keppni sem glæsilegasta, bæði hvað viðvíkur framkvæmd mótsins yfirleitt, og mætti í því sambandi minna stúdenta á, að liggja ekki á liði sínu, ef þeir geta á einhvern hátt stuðlað að þessu, og einnig að úrslitin verði okkur íslenzku stúdentunum til sæmdar. í stúdentahópi eru margir af beztu skákmönnum heims. Þar eru stórmeistarar á borð við Taimanov og Dr. Philip og alþjóðlegir meist- arar, svo sem Friðrik Ólafsson, og notum við hér með tækifærið til að óska honum til hamingju með þennan nýja titil og vonum, að ekki líði langur tími þar til hann verði búinn að krækja sér í stórmeistaratitilinn. íslenzka sveitin, sem keppa mun á mótinu, hefir ekki verið valin ennþá, að sjálfsögðu, og ekki gott að segja hverjir hana skipa að þessu sinni, en fullvíst má telja, að hún verði hörð í horn að taka með Friðrik Ólafsson að líkindum á fyrsta borði, kannske Guðmund Pálma- son á öðru borði og svo þá skák- kappana Þóri Ólafsson, Jón Ein- arsson og Ingvar Ásmundsson á hinum borðunum. En margt getur nú skeð á einum íslenzkum vetri, nýjar stjörnur geta runnið upp á himni skáklistarinnar og aðrar horfið sjónum, eins og gengur. Áreiðanlegt er, að viljum við stúdentar og sýnum viljann í verki, þá mun þetta skákmót bæði verða mikil lyftistöng fyrir skák-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.