Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 6
LÆKNANEMINN er þá unnt að sýna fram á mót- efni í blóðvatni sjúklinga eða til- raunadýra. Sé slíku blóðvatni blandað saman við veirumengaða upplausn má gera hana óskað- lega. Viðbrögð líkamsvefjanna gegn veirusýkingu verða gjarnan með tvennu móti. Ýmist veldur sýking- in hrömunarbreytingum í þeim frumum, sem sýkjast, þ. e. a. s. frumurnar hrörna (degenerera) og deyja, eða þá að veira örvar frumurnar til aukins vaxtar. Leið- ir af því síðar nefnda í sumum tilfellum hreinan æxlisvöxt. í nokkrum veirusjúkdómum kemur svo fram sambland af báðum þess- um viðbrögðum, þannig að fyrst í stað örvast frumurnar til vaxtar, en síðan fylgja hrörnunarbreyt- ingar í kjölfarið. Bólgubreytingar í líkamsvefjum eru mjög oft samfara veirusýk- ingu og er þá almennt talið að hrörnunarbreytingar í vefjafrum- unum séu undanfari bólgunnar. Er þetta mjög greinilegt í sjúk- dómum eins og lömunarveiki, gin- og klaufaveiki, rabies og gulu- sótt. Eins og áður greinir skortir nokkuð á fullkomna sönnun þess að hepatitis infectiosa sé veiru- sjúkdómur, þar eð veira hefir ekki verið ræktuð í vef jagróðri eða frjóvguðu eggi, né heldur hefir verið unnt að sýkja tilraunadýr svo fullvíst sé og loks hafa corp- uscula inclusiones ekki fundizt í sýktum vef. Það sem mælir með því að veira sé orsök gulusóttar er eftirfarandi: 1) Unnt hefir verið að sýkja menn, sem hafa gefið sig fram í slíkar tilraunir sem sjálfboðaliðar, bæði með því að dæla í þá síuðu blóðvatni og einnig með því að láta þá éta filtrat frá saur sjúklinga: 2) Ekki hefir tekizt að einangra neina bakteríu, er valdi gulusótt frá blóði, saur eða þvagi gulusóttar- sjúklinga. Hvað nánari eiginleik- um hepatitis veiru viðvíkur má geta þess að hún smýgur Cham- berlands síu nr. 2 og einnig Zeits síu. (5) Hún þolir 56° hita á C í 30 mín. og klórblöndun vatns í hlutföllunum 1 á móti milljón. Einnig stenzt hún áhrif 0.25% phenolblöndu og merthiolatuppl. í þynn. 1/2000 í langan tíma. Venja hefir verið að gera skarp- an greinarmun á tveim myndum hepatitis infectiosa. Önnur þeirra er sjúkdómurinn eins og hann kemur fyrir í farsóttum og spora- diskum tilfellum, þar sem smit- leiðin virðist liggja frá saur sjúk- linga eftir oral-intestinal leiðinni í heilbrigða. Hinsvegar hinn svokall- aði serum hepatitis (homologous serum jaundice), þar sem smitun verður á þann hátt að blóði eða blóðvatni smitbera er dælt í heil- brigða, m. a. í sambandi við blóð- gjafir, ónæmisaðgerðir, blóðvatns- gjafir o. s. frv. Ekki er vitað með fullri vissu hvort ein og sama veirutegund veldur, í báðum þess- um myndum, eða hvort um er að ræða mismunandi stofna sömu tegundar. Margir gera þó greinar- mun hér á og tala um A-veiru, þegar um er að ræða farsóttartil- felli og B-veiru í serum-hepatitis. Þar sem ekki er hægt að fram- kalla sjúkdóminn í tilraunadýr- um, er auðvitað erfiðleikum bund- ið að gera sér skýra grein fyrir mótefnamyndun gegn veirum þessum. Þó hafa tilraunir á sjálf- boðaliðum leitt ýmislegt í ljós þessu viðvíkjandi. Þannig hafa Lewis og samverkamenn hans sýnt fram á ónæmi gegn tveim veirustofnum, sem sjálfboðaliðar voru sýktir með 6—9 mánuðum

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.