Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 14
IMokkur orð um námið
Flestum er svo farið, þegar þeir
hafa verið nokkurn tíma í sama
skóla, að þeir taka ástfóstri við
hann og setja metnað sinn í að
gera veg hans og orðstír sem bezt-
an. Á sama hátt fer stúdentinum,
þegar hann hefur verið nokkurn
tíma í læknadeildinni. Honum fer
að þykja vænt um hana á vissan
hátt. Ef til vill er það það, sem
opnar augun betur og gerir þau
viðkvæmari fyrir öllu, sem honum
finnst, að betur mætti fara. Sé
gerður samanburður á læknadeild-
inni hér og samsvarandi deildum
annars staðar, fer ekki hjá því,
að minnimáttarkenndin segi til sín.
Kemur þar margt til. Það, sem
fyrst vekur eftirtekt, rekist mað-
ur á plögg frá erlendum lækna-
deildum , er það, hvernig þær skil-
greina starfssvið sitt. Flestum er
þeim lýst sem vísindastofnunum,
er annist einnig kennslu. En það
er einmitt þarna, sem ég held, að
hundurinn liggi grafinn. Lækna-
deild háskólans hér getur nefni-
lega varla talizt vísindastofnun.
Deildina hér mætti e.t.v. skilgreina
sem stofnun, er telur það sitt aðal-
markmið, að troða annarra manna
fróðleik í stúdentana, en leggur
lítt af mörkum sjálf. Ræður þar
fyrst og fremst fæð prófessora
og hve illa er að þeim búið. En
jafnvel með núverandi aðbúnaði
mætti færa kennsluskipulag til
betri vegar, ef vel er að gáð og
vilji fyrir hendi. — Þegar við
sem ungir stúdentar komum inn
í deildina, rekumst við fljótt á, að
undirbúningsmenntun erekki nógu
góð í eðlisfræði. Stærðfræðideildar
stúdentar standa reyndar sæmi-
iega að vígi, en allir hinir — og
þeir eru í meirihluta — lenda í
stökustu vandræðum með fysio-
logíuna, sem byggist að miklu leyti
á eðlisfræði. Því tel ég það frum-
skilyrði, að eðlisfræði sé kennd
fyrsta veturinn ásamt efnafræði.
Ánnars kostar er hætt við, að okk-
ar fysiologiski skilningur verði
götóttur og áhuginn í tætlum. Allir
könnumst við líka við, hve okkur
ofbýður að byrja á anatomíunni,
hve bókin virðist öll ferleg og ógn-
vekjandi í fyrstu. Úr þessum byrj-
unarskrekk mætti mikið draga, ef
farið væri yfir stuttan útdrátt úr
henni fyrsta árið. Sá útdráttur
þyrfti, vel á minnst, og reyndar
aðalkennslubókin líka, að hafa
réttan nomenklatur, en ekki vera
á þessari engilsaxnesku munka-
latínu, sem núverandi bók er á
og fær hárin til að rísa á spek-
ingshöfði Steffensens, ef fávís
læknaspíra lætur sér urn munn
fara. Þetta hefði líka þann kost,
að stúdentinn byrjaði strax námið
af fullum krafti, en vendist ekki
á 5-bíósetur og kaffihúsamálfundi,
eins og nú vill mjög brenna við
fyrsta árið. Stórt atriði er það
einnig í fyrsta hlutanum, hve nám-
ið er gersamlega dautt og ólíf-
rænt. Dissectio hefir ekki farið
fram síðan 1947. Líffærasafnið er
í þvílíkri niðurníðslu, að útiend-
ingum, sem koma að skoða Há-
skólann, er yfirleitt sagt, að það
sé í viðgerð, til að losna við þá
smán að sýna þeim það. Eða hver
hefur heyrt talað um læknadeild,
sem enga heila hauskúpu hefur,
nemendum til afnota. Ekki er á-
standið betra í biokemi og fysio-