Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 20
20 LÆKNAN EMINN og gerir það mönnum erfitt að kaupa þær. Er ég var kominn heim, hitti ég kollega einn, sem fræddi mig fljót- lega á því, að Þjóðverjar væru mjög á eftir öðrum þjóðum í lækn- isfræði. Undraðist ég þá mjög þekkingu kollegans. En aðspurður kvaðst hann þó aldrei til Þýzka- lands hafa komið. Varð ég þá enn meira undrandi, því að ég þóttist hafa varið þremur mánuðum til þess að kynna mér einmitt læknis- fræði Þjóðverja. Varð ég að mót- mæla fullyrðingum kollegans. Því að á grundvelli þess, sem ég sá í háskólaklinikunum í Heidelberg, þá verð ég að álykta, að Þjóð- verjar hafi mjög háan vísindaleg- an standard í læknisfræði. Þó verð- ur að játa, að í vísindarannsókn- um (research) virðast Þjóðverjar á eftir öðrum stórþjóðum. Enda er þýzk læknastétt hneppt í viðj- ar almannatrygginga- og sjúkra- tryggingakerfis, sem er orðið 80 ára gamalt, og það voldugt, að því skyldi enginn trúa. Er það sennilega aðeins það, sem koma skal hér eftir álíka langan tíma. Læknastúdentana í Heidelberg má kalla ákaflega mislitt fé. Eins og áður er sagt, eru þar margir útlendingar, og þar gefur að sjá sýnishorn af flestum litarháttum frá hvítum til blakkra, hrokkin- hærðra blámanna af Gullströnd- inni. Flestir útlendingarnir voru frá Asíu, einkum Iran. Af Norður- landabúum voru í kliniska hlutan- um aðeins Norðmenn, auk mín. Áberandi margar stúlkur stund- uðu læknanám. Þær voru um 25% af stúdentunum, yfirleitt mjög þokkalegar útlits, og margar af- burða laglegar. Það er meira en hægt er að segja um hjúkrunarkonur þeirra. Þær fá alls ekki á nokkurn hátt staðizt samanburð við okkar hér heima hvað útlit snertir. Make-up og klæðnaður, er fari þeim vel, er skoðað sem satans vélabrögð a.þ. e.v. Félagslíf meðal læknanema var ekki mikið. Stúdentaráðskosning- ar fóru fram í júlí, og kosið eftir deildum. Tókst með naumindum að finna þá 2 fulltrúa og einn til vara, sem skyldu kosnir af klinik- erum í ráðið. Var síðan haldin leynileg atkvæðagreiðsla um röð þessara þriggja. Hins vegar er ,,árshátíð“ þeirra fyrirmyndar fyrirtæki, því að þeir halda tvær á ári, eina á hvoru misseri. Þar sem stúdentar eru svo margir, þá halda Vorkliniker og Kliniker hvor sína hátíð. Klini- kwfest í sumar var hald’n í fursta- höll einni dálítinn spöl frá Heidel- berg og var ágæt skemmtun. Það sem mér þótti athyglisverðast, var að þar voru mættir prófessorar flestir eða allir svo og aðstoðar- kennarar og ýmsir smærri spá- menn. Dekanus hélt ræðu og ræddi um sambandið milli kennara og nemenda og ágæti hátíðarinnar. Er það mín skoðun, að þessi sið- ur sé mjög til eftirbreytni fyrir okkur. Spurningunni um það, hvort ég telji það hafa borgað sig að fara utan í 3 mánuði og lesa læknis- fræði við annan háskóla en Há- skóla íslands vil ég eindregið svara játandi. Ef einhver kollegi hefur aðstöðu til þess að fara utan á svipaðan hátt, mundi ég ráðleggja honum að hika ekki við að fara. Að sjálfsögðu verður það að telj- ast mikill kostur að hafa sæmilega gott vald á þýzkri tungu, en að öðrum kosti færi of mikill hluti af stuttum tíma í það eitt að venj- ast tungunni. Leifur Björnsson,

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.