Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 23
LÆKNANEMINN
23
sýkingu lepra og sýndi myndir af sýktu
fólki. Einnig skoðuSu stúdentar holds-
veikisjúklinga, sem þar eru. Því næst
sýndi forstöðumaður fávitahælisins í
Kópavogi stúdentum þá stofnun. Vakti
það undrun manna, hversu vel er þar
að þessum sjúklingum búið og umhirða
öll framúrskarandi.
Áburðarverksmiðja ríkisins var næsta
viðkomustcð. Nokkrir vélstjórar tóku að
sér að fylgja gestum um verksmiðjuna
og útskýra starfsemi hennar.
Síðan var haldið að tilraunastöðinni
í meinafræði að Keldum. Bauð forstöðu-
maðurinn, dr. Björn Sigurðsson, stúd-
enta velkomna og kvað þeim heimilt
að ganga þar út og inn og skoða tæki
þau og tilraunadýr, er þar eru.
Að lokum var haldið að Reykjalundi.
Sagði Oddur Óiafsson, yfirlæknir, stúd-
enturn sögu staðarins. Var síðan gengið
um íbúðir og vinnustaði vistmanna.
Síðan var borið fram kaffi og meðlæti,
sem var vel þegið, enda með mesta
sóma framreitt.
Haldið var í bæinn og komið kl. 6
síðdegis eftir 9 tíma ferðalag. Þátttak-
endur voru rúmlega 50.
Próf.
Próf voru með fjölmennasta móti í
vor, og verða hér taldir þeir, sem próf-
unum luku.
Embættispróf:
Daníel Daníelsson I 181%, 12.95.
Friðrik Sveinsson I 147 %, 10.54
Guðjón Lárusson I 175% , 12,52
Guðmundur H. Einarsson I 150%, 10.75
Guðmundur Tryggvason I ág. 214, 15.29
Guðsteinn Þengilsson I 161 %, 11.52
Haukur Jónasson I 154, 11.00
Haukur D. Þórðarson I 172, 12.29
Heimir Bjarnason I 163%, 11,79
Hrafnkell Helgason I 194%» 13.88
Hörður Helgason I 157, 11.21
Jóhannes Ölafsson I 160, 11.43
Margrét Guðnadóttir I 182%, 13.04
Rögnvaldur Þorleifsson I 173%, 12.40
Stefán Skaptason II betri 132%, 9,42
Sæmundur Kjartansson I 181%, 12.95
II hluti: Árni Ingólfsson, Berg-
þóra Sigurðardóttir, Björn L. Jónsson,
Daníel Guðnason, Emil Als, Grétar Ól-
afsson, Guðmundur Bjarnason, Gunnar
Höskuldsson, Hólmfríður Magnúsdóttir,
Jónas Hallgrímsson, Lárus Helgason,
Per Lingaas, Sverrir Haraldsson, og
Þórey J. Sigurjónsdóttir.
I. hluti: Árni Þormóðsson, Auð-
ur Ingvarsdóttir, Björgvin Jóhanns-
son, Brynjar Valdimarsson, Gissur Pét-
ursson, Guðjón Sigurkarlsson, Helgi
Zoéga, Jóhann Guðmundsson, Jón Að-
alsteinsson, Ólafur Grímsson, Reynir
Valdimarsson, Valgarð Björnsson, Valur
Júlíusson.
Iiandidatspróf í tannlækningum.
Birgir Jóh. Jóhannsson I 152, 10.86
Jón Haraldsson I 160%, 11.45
Úlfar Helgason I 172%, 12.31
Þórður Eydal Magnússon I 166%, 11.88
Læknaíélag Reykjavíkur.
Stúdentum í mið- og síðasta hluta
skal bent á, að þeim er heimilt að
sækja fræðilega fyrirlestra, sem haldn-
ir eru á vegum L. R. (venjulega einu
sinni í mán. á veturna).
Þessir fyrirlestrar hafa verið haldnir
frá útkomu síðasta blaðs (í marz s. 1.):
12. apríl. Dr. Bodil Eskesen: Efterbe-
handling af poliomyelits, samt
en kort redegörelse af polioepi-
demier i Island.
Kjar'.an R. Guðmundsson:
Mænusóttarfaraldur á Patreks-
firði.
2. júlí: Dr. I. L. Wynder og Johannes
Clemmesen: Erindi um lungna-
krabba og reykingar. Umræð-
ur á eftir.
10. ágúst: Di. Archibald Young frá
Glasgow: „Oestrus, pregnancy
and post partum vascular
changes in the rat uterus.".
14. ágúst: Prófessor D. F. Cappell frá
Glasgow á vegum Læknadeild-
ar Háskólans „The Kidney in
hypertension".
Æskilegt væri að stjórn Félags lækna-
nema auglýsti fyrirlestra á kennslustöð-
um deildarinnar.
Utvarpsdagskrá stúdenta síðasta
vetrardag.
Stúdentaráð annaðist kvölddagskrá
útvarpsins þann dag að venju. Ráðið
bauð Læknanemafélaginu að annast
stuttan þátt, og var boðið þegið. Jón
Þ. Hallgrímsson tók saman og flutti
erindi um sögu læknislistarinnar er-
lendis og hérlendis.