Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 17
LÆKNANEMINN 17 inn“, aðeins lítill hluti af flatar- máli hans. Heidelbergbúinn er að sjálf- sögðu ekki afkomandi Heidelberg- mannsins (homo heidelbergensis), eins og sá kynni að halda, sem hefði svipaðar hugmyndir um þann bæ og t. d. margir Bretar um okk- ur, þ. e. að við séum Eskimóar. Að útliti virðast þeir yfirgnæfandi ljósir að yfirbragði, líkt og Islend- ingar. Að eðlisfari eru þeir þann- ig, að fáa Þjóðverja er þægilegra að umgangast: þeir eru vingjarn- legir og hjálpsamir, glaðlegir í við- móti og seinir til reiði. í þessum bæ stundaði ég nám í læknisfræði s. 1. sumar. Sumar- misserið er við flesta þýzka og franska háskóla í maí, júní og júlí. Stúdentar voru á sumarmisser- inu um 6200, svo að hann verður að teliast með minni háskólum Þýzkalands. En sennilega eru óiúða fleiri útlendingar við aðra þýzka háskóla en í Heidelberg. Þeir voru um 800. Skólinn er van- ur því og telur sjálfsagt að hæna að sér sem fiesta erlenda stúdenta. Gengur það iafnvel nokkuð langt, eins og t. d. á fyrsta misseri í tann- læknadeild, en þar voru í sumar fleiri Norðmenn en Þjóðveriar, og eru þá ótaldir aðrir út.lendingar. I-æknadeildin er f.iölmennasta deildin, næst heimspekideildinni, með um 1200 stúdenta (þar af ca. 150 stud. med. dent.) og um 100 prófessora og dósenta auk minni spámanna (aðstoðarlækna og kandídata, sem voru látnir segja okkur til við verklegar æfingar á klinikunum, eftir því sem tilefni gafst). Borgin Heideiberg átti því láni að fagna, ein þýzkra borga í þess- um stærðarflokki, að þar féll aldr- ei sprengja alla heimsstyrjöldina síðari (og einu rústirnar sem sjást eru rústir hallarinnar, sem Frakk- ar sprengdu 1689). Þar var því hægt að halda áfram kennslu strax eftir stríðslokin. Nú reynist það hálfgert ólán, og fyrir læknadeild- ina sérstaklega. Flestir aðrir há- skólar misstu mikinn hluta af klin- ikum og institutum sínum, en hafa nú endurreist allt samkv. nýjustu kröfum. Heidelbergháskóli hefur hins vegar þurft að sætta sig við það, að sitja áfram í gömlu klinikun- um, sem flestar voru reistar um aldamót og lítið hefur verið byggt nýtt eftir stríðið. Þjóðverjar skipta læknisfræði- náminu í tvennt: prekliniska hlut- ann (5 misseri) og kliniska hlut- ann (6 misseri). Próf á eftir hverj- um hluta. Ég stundaði nám í klin- iska hlutanum, en sótti þó ekki fyrirlestra í miðhlutafögunum, sem eru hjá okkur. Til þess að fá heim- ild til þess að stunda nám í klin- iska hlutanum, þurfti ég að fá við- urkennt fyrsta hluta prófið héðan og reyndist það engum örðugleik- um bundið. Kennslan í seinni hlutanum fei' fram í Universitátskliniken, og er ein klinik fyrir hverja sérgrein. I hverri klinik eru síðan einn eða fleiri Hörsále, þar sem kennsl- an fer fram í Vorlesungen. Ganga menn svo milli klinika til þess að hlýða á fyrirlestra. Hvort þessi einangrun hverrar sérgrein- ar er heppileg, skal ég ekkert full- yrða um, en prófessorinn í hand- læknisfræði lýsti því einu sinni yfir í Vorlesung, að sín skoðun væri sú, að kirurgiska og medi- cinska klinikin ættu að vera und- ir sama þaki. Nokkrum erfiðleikum er það allt- af bundið að velja og ákveða, hvaða fyrirlestra maður ætli að

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.