Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 4

Læknaneminn - 01.10.1956, Blaðsíða 4
LÆKN AN EMINN h 123 ekki undirbúningsprófi í efna- fræði. Gera má ráð fyrir, að flest- ir þeirra hafi innritazt í deildina að lítt athuguðu máli, og fæstir þeirra hafi eytt þar miklum tíma, í mesta lagi tveim til þrem miss- irum. Af þeim 169 stúdentum, sem undirbúningsprófið tóku, luku 109 fyrsta hluta prófinu, og 113 urðu kandidatar frá deildinni. Einhver brögð eru að því, að menn taki efnafræðiprófið hér heima og sigli síðan til náms 1 skyldum fögum, t. d. dýralækningum, efnafræði o. s. frv. Einnig hef- ur komið fyrir, að efnafræði- prófið sé tekið oftar en einu sinni, og að deildin viður- kenni upphafspróf tekin við er- lenda háskóla. Allt þetta stuðlar að því, að taflan er ekki nákvæm, en ætti þó að gefa sæmilega skýra hugmynd um „afköst“ deildar- innar. Niðurstaðan verður sú, að fjöl- margir stúdentar hi’öklast frá námi eftir að hafa tekið efna- fræðiprófið. Flestir þessara manna eru þá búnir að eyða fjórum til fimm beztu námsárum ævi sinnar í fög fyrsta hlutans, en eins og við vitum, er þekking á þeim gjör- samlega gagnslaus öðrum en lækn- um. Þarna glatast mikill fjöldi starfsára ungra stúdenta, og hiýt- ur hverjum að vera ljóst, að það er þjóöfélaginu dýrt. Ekki er nokkur vafi á, að margir þeir, sem eyða beztu þroskaárum sín- um í siíku tilgangsleysi, bíða tjón á sálu sinni. Þessir menn verða tæpast jafn góðir þjóðfélagsþegn- ar og þeir hefðu getað oröið. Af ofanrituðu sést, að það er fyrsta hluta prófið, sem mestu ræður um það, hvort stúdentinn lýkur námi. Pað er hæfileikinn til þess að læra utan að nokkur þús- und biaðsíður af einstaklega stagl- kenndu efni, og gera grein fyrir þessari kunnáttu á munnlegum prófum, með öllum þeim sálar- hrellingum, sem hin háa fallpró- senta hefur í för með sér. Getur svo hver sagt sjálfum sér, hvort þetta er bezti mælikvarðinn á hæfni stúdents til að verða læknir. Að þessu athuguðu virðist nauð- synlegt, að fyrsta hluta prófið verði leyst af hólmi sem úrtöku- pi’óf eða ,,sía“, og önnur fljótvirk- ari og réttlátari aðferð fundin til að skilja sauðina frá höfrunum, skipta læknanemum í flokkana hæfir og óhæfir. Til þess ei’u sjálf- sagt margar leiðir færar, en hér má stinga upp á, að í stað undir- búningsprófs í efnafræði einni komi þungt upphafspróf í lok fyrsta árs. Af fögum, sem æski- legt væri, að kennd yrðu á fyrsta ári, má nefna t.d. einhvern hiuta líffærafræðinnar, svo sem vefja- fræði, bein og liði. Sjálfsagt væri, að efnafræðiKennslan héiaist, en við bættist kennsla í eðxisfræði, enda yrðu hvor tveggja fögin smðin að þöxíum læKnanema. Ennfremur má nefna kennsxu í hjúkrun sjúkra og hjálp í viðxög- um, því vart er vansalaust, þegar stúdentar sýna sig fá- kunnandi í þeim greinum. Mjög væri mikilsvert, að px-ófessorar deildarinnar gerðu sér far um að kynnast þessu fyrsta árs fólki, t. d. með fyrirlestrum og viðtölum, og þeir þyrftu að taka virkan þatt í prófunum, vegna þess að það eru þeir, sem bera ábyrgð á því, að einungis hæfir menn verði læknar. Sjáifsagt verður því borið við, að aukin kennsla á fyrsta ári sé of dýr fyrir Háskólann. Þá er því til að svara, að ríkjandi skipuxag er dýrara, og of dýrt fyrir þjóð- fexagið.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.