Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 22
22
LÆKN ANEMINN
fái þeir tíðum bullandi delirium
tremens. I Norður-Evrópu og
Ameríku er hins vegar aðallega
neytt brenndra drykkja við ein-
stök tækifæri (social drinking),
og þótt tækifærin verði stundum
tíð, og margir gerist þá ofurölvi,
og sumir séu jafnvel eitthvað
blautir frá degi til dags, þá mun
þó allur þorri manna vera algáður
meiri hluta sólarhringsins, og
timburmennirnir einu eftirköstin,
þegar af mönnum rennur. Það
ræður því að líkum, að ógerlegt
hefur reynzt að skýrgreina alkó-
hólisma út frá sjónarmiðinu
„magn og tíðni“, því að samkv.
slíkri viðmiðun mundu flestir
Frakkar verða að teljast alkóhól-
istar og fari þá að vænkast hlutur
alkóhólsins annars staðar í heim-
inum með því að líkjast svo ágætri
þjóð. I öllum þeim löndum, þar sem
áfengisneyzla er þáttur í lifnaðar-
háttunum, er þó tiltekinn fjöldi
manna, sem sker sig úr mergðinni
og er ólíkur öðrum mönnum að
því er snertir viðbrögð gagnvart
áfengi. Þessir menn drekka óhóf-
legar en samrýmist siðum við-
komandi samfélags, geta ekki
stanzað drykkjuna af sjálfs dáð-
um og eru haldnir óviðráðanlegri
ástríðu gagnvart áfengi, sem þeir
ráða ekki við af eigin rammleik.
Miklar líkur benda til þess, að
viðbrögð þessara manna gagnvart
alkóhóli séu eðlislega (kvalitat-
ivt) frábrugðin viðbrögðum ann-
arra manna og eigi sér sjúklegar
fysiologiskar, sálfræðilegar og fé-
lagslegar rætur.
Sjúkdómshugtakið drykkjusýki
er þó engan veginn nýtt af nálinni,
eins og oft er látið í veðri vaka.
Fyrir rúmlega 160 árum skrifaði
enski læknirinn Trotter (1804)
„In medical language, I consider
drunkenness, strictly speaking, to
be a disease produced by a re-
mote cause, and giving birth to
actions and movements in the
living body, that disorders the
functions of health“. Þýzki lækn-
irinn v. Briihl-Cramer (1819) hélt
því fram, að einkenni alkóhólism-
ans bæru með sér, að hann gengi
sinn ákveðna gang eins og aðrir
sjúkdómar, og langvarandi áfeng-
isneyzla skapaði með mönnum 6-
viðráðanlega ástríðu gagnvart
alkóhóli. (,,Trunksucht“). Sænski
lyflæknirinn Magnus Huss (1849)
notaði fyrstur manna heitið ,,al-
coholismum chronicus“ um sér-
stakt, klínískt ástand með tiltekn-
um andlegum og líkamlegum ein-
kennum, sem hann áleit að skap-
azt hefði af völdum langvarandi
áfengisneyzlu. Þýzki geðlæknirinn
Emil Kraepelin, sem lagði grunn-
inn að nútíma geðlæknisfræði,
taldi þann vera alkóhólista, þar
sem ,, . . eine Dauerwirkung des
Alkohols nachzuweisen ist, bei
dem also die Nachwirkung einer
Alkoholgabe noch nicht ver-
schwunden ist, wenn die náchste
einsetzt."1) Þegar sálsýkisfræðinni
fór að vaxa fiskur um hrygg um
og eftir síðustu aldamót, og eink-
anlega eftir að Freud og postular
hans tóku að boða fagnaðarerind-
ið, varð alkóhólisminn að sjálf-
sögðu forvitnilegt viðfangsefni.
Rak þá hver skýrgreiningin aðra
á grundvelli hins nýja boðskapar,
þar til menn voru orðnir svo rugl-
aðir í ríminu, að einn ágætur geð-
læknir fór þess góðfúslega á leit,
að allar ritsmíðar um alkóhólisma,
og þær skiptu þúsundum, hefðust
með skýrgreiningu viðkomandi
') Lesendur eru beðnir af afsaka, að
tilvitnanir eru hér allar á frummáiunum,
þar sem höf. telur sig þess ekki umkom-
inn að þýða þær á frambærilega íslenzku
án aðstoðar sérfræðinga í íslenzku máli.