Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 47

Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 47
LÆKNANEMINN 47 orðinu scorbuts, sem er síðari tíma orð- smíð eftir norræna orðstofninum. Önn- ur nöfn, sem sjúkdómur þessi hafði, eru kreppusótt, blóðkreppusótt, hneppusótt og hettusótt. Nöfnin fela í sér lýsingu á fólki með slæman skyrbjúgu (bjúg- ur = boginn, krepptur), þegar liðirnir krepptust, vegna styttinga á sinum. Er- indið var í senn mjög fróðlegt og skemmtilegt og einkenndist öðru frem- ur af vandaðri vinnu og visindalegri hugsun. Betur væri að við læknanemar fengjum oftar tækifæri til að hlýða á erindi í svipuðum dúr. Á dagskrá þessa fundar voru einnig félagsmál, og kom þar fram að hætta er á að við missum launaða kúrsusinn á Akranesi, vegna skipulagsbreytinga á starfi lækna þar. Fundur í F. L. 17.2. 1967. Symposium de carcinomate uteri. Revisor var Alma Þórarinsson lækn- ir. Fyrst tók til máls Hildur Viðars- dóttir í I. hluta og talaði hún um ana- tomiu, síðan talaði Ingunn Sturlaugs- dóttir í I. hluta um fysiologiu. Unnur Pétursdóttir í II. hluta talaði um pato- logiu, Guðrún Agnarsdóttir III. hluta um einkenni og greiningu og loks Helga Hannesdóttir III. hluta um meðferð og horfur. Að þessu loknu tók revisor til máls og var hún mjög ánægð með frammistöðu kynsystra sinna. Hún svar- aði síðan fyrirspurnum fundarmanna og stóðu umræður góða stund. Að þessu loknu tók Snorri Þorgeirsson form. til máls og sagði hann að heyrst hefðu óánægjuraddir í deildinni um auka- gjaldið (100 kr.) sem rennur til Lækna- nemans. Einhverjir héldu að fé þetta rinni til utanfara. Form. gerði grein fyrir kostnaði við utanfarir og sýndi fram á að þetta væri á misskilningi byggt. Engar frekari umræður urðu á fundinum. M. J. AÐALFUNDUR F. L. VAR HALDINN 17. MARZ 1967 Fundurinn hófst á því að Snorri S. Þorgeirsson formaður, flutti skýrslu um störf félagsins á s. 1. ári. Næstur tók til máls Atli Dagbjartsson gjaldkeri, og gerði grein fyrir reikningum félagsins, sérstaklega ræddi hann tilmæli stjórn- arinnar að greiða 100 kr. aukagjald. Bókhaldið hafði ekki gengið upp, nema með þeim brögðum að hækka höfuðstól- inn um 10 kr. Eftir nokkrar umræður um reikningana, voru þeir bornir undir atkvæði og samþykktir. Næst voru ræddar og samþykktar nokkrar laga- breytingar og er þar helzt að fjölgað hefur verið í ritstjórn um einn, fjármál- um og dreifingu blaðsins skipt milli tveggja manna, stúdentaskiptastjórar eru nú tveir og ráðningarstjórar tveir. Næst voru kosnir embættismenn félags- ins og eru þeir þessir: Formaður, Magnús Jóhannsson Ritari, Sigurður Friðjónsson Gjaldkeri, Guðmundur Jóhannesson Meðstjórnendur,, Björn Árdal og Guðmundur Þorgeirsson Varamenn, Páll Eiríksson og Hörð- ur Alfreðsson Ritstjóri, Kristján T. Ragnarsson Ritstjórn, Jósep Skaftason, Þórar- inn Sveinsson og Unnur Pétursdóttir Fjármál blaðsins, Jón Stefánsson Dreifing blaðsins, Pálmi Frímanns- son Auglýsingar, Tómas Zoega og Ari Jóhannesson Kennslumálanefnd, Gunnar Þór Jónsson (form.), Karl Proppé og Sigmundur Sigfússon. Endurskoðendur, Þorkell Bjarnason og Þórarinn Sveinsson Ráðningarstjórar, Einar Sindrason og Jóhann Guðmundsson Sýningarstjóri, Haraldur Briem Fulltrúaráð, Hörður Bergsteinsson, Jakob Ulfarsson og Ave Bang Kitt- ilsen. Næst var samþykkt tillaga stjórnar um árgjald, og skal það vera kr. 250.00. Formaður þakkaði meðstjórnarmönnum sínum gott samstarf og óskaði nýkjör- inni stjórn heilla í starfi. Magnús Jó- hannsson þakkaði það traust sem sér og félögum sínum hefði verið sýnt með þessu kjöri. Hann þakkaði einnig frá- farandi stjórn vel unnin störf á liðnu ári. Að lokum var gerð fundarsamþykkt, sem er tilmæli til Læknadeildar H. 1. og Stjórnarnefndar Ríkisspítalanna um bætta lestraraðstöðu læknanema á Landspítalanum. M. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.