Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 8
8 LÆKNANEMINN brillatio er lágspennt (low vol- tage), er gott að gefa procain- amið, lignocain og/eða isopre- nalin súlfat 0,2 mg í æð og reyna síðan aftur að defibrillera. Sum- ir gefa 5 ml af 1/10000 adrena- líni í æð. Einnig má reyna 5 ml af 10% kalsíumklóríði. 3. Asystole. Þegar hjartað er algerlega stöðvað, er útlit verra. Gefa skal isoprenalin súlfat 0,2 mg og 10% kalsíumklóríð 5 ml í æð. Síðan verður að þræða sér- stökum þræði (catheter) inn í hægra afturhólf (ventriculus dexter) og keyra hjartað (pa- cing, eða hjartslætti haldið uppi með rafstraumi), ef einhverjum árangri skal náð. Hér verður að taka rækilega fram, að iðulega strandar árang- ur á því, að sýrumagn blóðsins er of mikið (lágt pH). Ef vel á að vera, er nauðsynlegt að mæla pH, pC02 og p02, meðan á aðgerð stendur. Tekur það ekki nema um 2 mínútur með viðeig- andi tækjum. Oft þarf að gefa miklu meira en 200 mEq., sem gefin eru í byrjun. Fyrsta mynd sýnir, hve lágt pH reyndist yfir- leitt vera í 38 skyndidauðasjúkl- ingum, þrátt fyrir 200 mEq. af bikarbónati (Kirby et al. 1967). Hvenær á að hætta lífgunar- titlraunum? Þegar allt hefur ver- ið reynt, sem ofan segir, og eng- inn árangur fengizt, ákveður stjórnandi meðferðarinnar að hætta. Oftast er þá um asystole að ræða eða mjög lágspennta fibril- latio. Margir leggja áherzlu á að at- huga hegðun ljósopa. I byrjun eru þau alútvíkkuð (agonal position), en með fullnægjandi meðferð dragast þau oftast saman. Ef sjúklingur hefur verið dáinn meir en 3 mínútur, eru þau venjulega hálfopin og óhreyfanleg (cada- veric position). En ljósopum er ekki alltaf að treysta. Stundum hefur sjúkling verið gefið morfín eða önnur ópiöt, sem draga ljós- op saman. Einnig er vitað um sjúklinga, sem hafa lifnað, þrátt fyrir fullopin ljósop alla tíð, með- an á meðferð stóð, en það er und- antekning (Bardhan, 1965). Eftirmeðferð. Ef tekizt hefur að koma hjart- slætti í gang, skal halda uppi 90 mm systoliskum blóðþrýstingi með viðeigandi lyfjum (metara- minol, noradrenalin) og gefa 20% mannitol í æð, 100 ml í fyrstu, vegna yfirvofandi nýrnaskemmd- ar (tubular necrosis), lungnabjúgs og heilabjúgs. Ef sjúklingur er djúpt meðvitundarlaus er ráðlegt að kæla hann niður, að 30 stigum C., en ekki lægra. Fylgjast verður með hjartalínuriti á rafsjá, því ósjaldan stoppar hjartað aftur. Ef sjúklingur hefur mjög tíð auka- slög (extrasystoli), skal gefa pro- cainamid, lignocain eða propran- alol. Alltaf skal láta heparín drjúpa í æð, þar sem mikil hætta er nú á blóðtappa. Oft byrjar sjúklingur ekki að anda sjálfur, þótt hjartað slái. Þarf þá að nota blásturstæki og blása í fyrstu hreinu súrefni. Not- ast má við svæfingaslöngu (endo- tracheal tube) upp í 36 klst., en þá verður að gera barkaskurð (trecheostomia). Of langt mál er að lýsa meðferð lungnablásturs (mechanical ventilation) og með- ferð barkaskurðar. Ekki er held- ur hægt að fara nánar út í með- ferð sjúklings, sem er keyrður (paced). STcipulag. Sérfræðingur í hjartasjúkdóm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.