Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 31
LÆKN ANEMINN
hægt er að fá flest slys á sama
stað til aðgerðar, á að útbúa sér-
staka slysastofu í góða sambandi
við heimkeyrslu og útidyr. Þar á
að sjálfsögðu að vera komið fyrir
umbúðum, áhöldum til að sauma
sár, tækjum til súrefnisgjafar,
saltvatns- og blóðgjafar og
röntgenmyndunar. Kostir slíkrar
slysastofu eru margir. Nægir þar
að nefna meira hreinlæti, auðveld-
ari yfirsýn yfir það, sem til er og
nota þarf, og þó framar öllu, að
stofan á stöðugt að vera tilbúin
til notkunar, því að auðvitað á að
ganga frá henni eftir aðgerð,
þannig að hún sé reiðubúin, í stað
þess að byrja á þeim undirbúningi,
þegar slysið er skeð. Ég tel mig
31
hafa reynslu fyrir því, að sá und-
irbúningur, sem gerður er fyrir-
fram í ró og næði, gefi betri ár-
angur en sá, sem gerður er í snatri,
þegar kallið kemur. Slíka slysa-
stofu má að sjálfsögðu nota við
önnur bráð tilfelli en slys, t. d.
fjnrir sjúklinga með öndunarerfið-
leika eða lost.
Bg vil að lokum leggja áherzlu
á tvær meginreglur. Önnur er sú,
að héraðslæknir geri sér ljósa
grein fyrir staðbundinni aðstöðu
sinni, hvernig hann geti bætt hana
og til hvaða úrræða hann geti
gripið, þegar hún hrekkur ekki til.
Hin er sú, að hann þekki sín eigin
takmörk.
Samkvcemt skýrslum okkar hafið þér dáið fyrir tveimur árum!