Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 43
LÆKNANEMINN 43 UM BÆKUR OG FLEIRA LlFEFNAFRÆÐI. Prófessorinn í lífefnafræði, bendir stúdentum á nokkrar bækur, sem þeir geti keypt og lesið, vilji þeir víkka sjón- deildarhring sinn út fyrir það sem kennslan og kennslubókin veitir. Hér verður sagt lauslega frá tveimur af þessum bókum, sem báðar eru mjög at- hyglisverðar og leyfi ég mér að reka áróður fyrir lestri þeirra. Höfundur þessara bóka, Ernest Baldwin, ritar einkar skýrt og skilmerkilegt mál (sorg- lega sjaldgæfur eiginleiki) og er það skemmtileg tilbreytni frá öllum þeim illa skrifuðu bókum sem okkur er gert að lesa. Dynamic aspects of biochemistry. Eftir E. Baldwin Cambridge University Press. Bókin kann að virðast nokkuð stór (520 bls.) til að hún sé lesin aukalega, en það er hún alls ekki. Hún getur að nokkru leyti komið í stað kennslubók- arinnar (metabólisminn), og það styttir lestur hennar mikið, hve skemmtilega og skilmerkilega hún er skrifuð. Eins og nafnið segir til um, er bókin skrifuð út frá dálítið sérstöku sjónarhorni og er talsvert miklu púðri eytt á enzym og rekasjónsmekanisma. Þetta eru einmitt mjög mikilvæg atriði, sem kennslubókin gerir aldeilis ófullnægjandi skil. Kennslubókin fjallar einvörðungu um líefnafræði manna, þessi bók gerir einnig lífefnafræði annarra lífvera nokkur skil. Ekki síst það síðastnefnda, gerir bók þessa æskilega lesningu fyrir læknanema, sem kunna allt of lítið i almennri líffræði. An introduction to comparative biochemistry. Eftir E. Baldwin Cambridge University Press. Bók þessi er stutt (170 bls.), en afar fróðleg og skemmtileg lesning. Fyrir okkur, sem kunnum mjög lítið í al- mennri líffræði, getur bók þessi verið lykill að lífeðlis- og lífefnafræði dýra- ríkisins. Samanburðarlífefnafræðin leys- ir ýmsar gátur varðandi þróunar- söguna og aðlögun dýra að nýju um- hverfi. Hún lýsir t. d. breytingunum sem líkamsstarfsemi „forfeðra" okkar varð að taka, þegar þeir fluttu sig úr sjón- um í árósa, þaðan í ferskt vatn og loks á land upp. Hún lýsir vandamálum þeirra lagardýra, sem lifa á víxl í söltu og ósöltu vatni, og hún lýsir mismun- andi aðferðum dýranna við að losa sig við köfnunarefni, svo að örfá dæmi séu tekin. Þróun lífsins er erfiðasta gáta sem maðurinn glímir við og hún er vissulega heillandi viðfangsefni. Nóbelsverðlaun. Alfred Nobel kvað svo á í erfðaskrá sinni, að verðlaunin skyldi veita fyrir afrek, unnin á árinu á undan veitingu. Verðlaun fyrir vísindaafrek hefur sjald- an verið unnt að veita eftir þessari reglu. Yfirleitt þarf nokkur ár eða jafn- vel áratugi til að leiða í ljós raunveru- legt gildi vísindarannsókna. Nóbelsverð- launin í læknisfræði voru að þessu sinni veitt fyrir gömul vísindaafrek, og nið- urstöður þeirra eru löngu orðnar al- þekkt sannindi. Tveir menn skiptu með sér verðlaununum, þeir Peyton Rous, 87 ára, og Charles B. Huggins, 65 ára, báðir frá Bandarikjunum. Rous hóf árið 1910 rannsóknir sínar á sarcoma í hæn- um. Honum tókst að smita heilbrigð- ar hænur með æxli þessu, með því að sprauta i þær frumulausu floti af hökk- uðum æxlisvef. Orsök æxlisins var aug- ljóslega veira, en um þær lífverur var harla lítið vitað þá. 40 árum síðar fannst, að viss leukemia í músum or- sakast af veirum og vísindamenn hugsa nú af vaxandi alvöru um veirur sem mögulega orsök illkynja æxla í mönn- um. Rannsóknir Huggins snerust einn- ig um krabbamein. Á árunum eftir 1940, komst hann að því að kvenhormón hægja á vexti prostata-krabba og valda rýrnun á prostavef. Þetta var fyrsta virka lyfið í baráttunni við krabba- mein og fundur þess olli mikilli vakn- ingu og hleypti af stað víðtækri rann- sóknastarfsemi á þessu sviði. Magnús Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.