Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 26
26
LÆKNANEMINN
Þóroddur Jónasson, héraðslæknir:
Viðbánaðnr héraðsiækna við
bráðatilfellum
Grein þessi er að upphafi erindi,
ei’ höf. flxitti á síðasta þingi
héraðslækna í Landspítalanum
sept. 1966. Erindið er miðað við
þá skipan heilbrigðisjxjónust-
unnar um landið, sem nú ríkir.
— Ritstj.
Mér er ætlað að segja hér nokk-
ur orð um viðbúnað héraðslækna
við bráðatilfellum sem inngang að
umræðum um það mál. Ég býst
ekki við að flytja ykkur mikinn
nýjan sannleik, en þetta efni er
vel þess virði, að hugleiða það og
ræða.
Þegar tala skal um þennan við-
búnað héraðslækna, verður að
hafa það hugfast, að héruð eru
mjög ólík í þessu tilliti. Dreifbýli
eða þéttbýli, vegalengdir, sam-
göngur og atvinnuhættir ráða
miklu um þessi tilfelli, hve mörg
og hvers eðlis þau eru, hvar þau
koma fyrir og hverja afstöðu hér-
aðslæknir verður að taka til
þeirra. Ég get nefnt sem dæmi, að
ég hef í 15 ár verið héraðslæknir
x héraði, þar sem vegalengdir eru
miklar og eingöngu dreifbýli.
Slysahætta er ekki bundin við
einn stað öðrum fremur, aðstaða
til að hafa sjúklinga undir eftir-
liti annarsstaðar en í heimahúsum
er ekki fyrir hendi né nein aðstoð
þeirra, sem lært hafa slíkt. Næsti
collega minn situr í allmiklu fjöl-
mennara héraði, þar sem % hér-
aðsbúa eru búsettir á sama stað
og nokkur spítalaaðstaða með
æfðu starfsliði er á staðnum. Það
gefur auga leið, að viðbúnaður
okkar og afstaða er ólík.
Sérstök atriði í þessum viðbún-
aði mun bera á góma, þegar rætt
verður hér á námskeiðinu um ein-
staka þætti bráða-læknishjálpar,
bráða meðferð á beinbrotum, á
sárum, krampa, dá o. s. frv. Ég
mun reyna að halda mig sem mest
við grundvallaratriði, sem ættu að
gilda í sem flestum héruðum, og
hafa þarf í huga áður en sjúkl.
er komið á sjúkrahús. Einnig mun
ég gefa sérstakan gaum aðstöðu
þess læknis, sem rær að mestu
einn á báti og hef þá að sjálfsögðu
núverandi læknaskipan á bak við
eyrað.
Bráðatilfellum má í stórum
dráttum skipta í bráða sjúkdóma
og slys, þó að sú skipting sé ekki
alltaf greinileg. Hlutverk héraðs-
læknis er að sjálfsögðu greining
og meðferð. Greiningin er ekki
eingöngu sjúkdómsgreining, dia-
gnosis, sem endi á því að slegið sé
föstu heiti sjúkdómsins á íslenzku
og latínu, heldur engu síður flokk-