Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 36
36
LÆKNANEMINN
Frá stjórn F. I.
i.
Fá vísindi eru í eins mikilli
verðandi og læknisfræði. Stóri-
sannleikur á þar hvergi heima.
Það sem reynist rétt í dag verður
að víkja fyrir því, sem réttara
reynist á morgun.
Læknisfræði er afstæð vísindi,
niðurstaðan verður afstæð sann-
indi og leitin þrotlaus.
Kennsla í slíkum fræðum má
ekki vera kreddubundin. Flestar
kennslubækur, ef ekki allar, eru
kreddubundnar. Sama er að segja
um flesta kennara. Eitt er það um-
fram flest annað, sem getur kom-
ið í veg fyrir oftrú á ákveðna
kennslubók og/eða ákveðna
kreddu, en það er gott og fjöl-
breytt bókasafn læknisfræðilegra
rita. Auk þess er talið, að engin
vísindagrein geti þróazt og vaxið
án stuðnings voldugs bókasafns
helztu vísindarita sinna.
Öllum, sem til þekkja, er ljóst,
að Háskólabókasafnið fullnægir
hvergi nærri lágmarkskröfu, og
allra sízt m. t. t. læknisfræðirita.
Bókasafn Landspítalans, og þá
fyrst og fremst lyflæknisdeildar,
er vægast sagt í miklum ólestri.
Hin hryggilega staðreynd er,
að ekkert bókasafn, Landsbóka-
safnið ekki undanskilið, er til á
íslandi í dag, sem nálgast það að
vera vísindalegt læknisfræðibóka-
safn. Raunar gildir þetta víst um
önnur raunvísindi í landinu.
Heyrzt hafa þær raddir, sem sam-
eina vilja bókasafn fyrir lækna-
vísindi og önnur raunvísindi og
finna slíku safni stað í verðandi
Læknadeildarhúsi.
Ákjósanlegt væri, ef framvinda
mála yrði á þann veg, og mætti
slík ákvörðun hraða byggingu
Læknadeidarhúss.
Ávinningurinn af slíku vísinda-
bókasafni fyrir læknadeildina og
læknavísindin er svo augljós, að
vart þarf um að ræða. Eitt atriði
mætti þó benda á, sem mjög varð-
ar okkur læknastúdenta. Það hef-
ur ekki tíðkast hjá prófessorum
og öðrum kennurum deildarinnar
að benda stúdentum á bækur og
tímaritagreinar til glöggvunar á
efni því, sem um er rætt hverju
sinni. Er þetta mjög til baga, þar
eð kennslubækur eru oftast 2—3
árum „á eftir tímanum", þegar
þær koma út.
Höfuðástæðan fyrir því, að þessi
siður tíðkast ekki hér við lækna-
deildina, hlýtur að vera sú vissa
kennara, að stúdentar hafi ekki
aðgang að þeim gögnum, sem
nauðsynleg eru, til þess að slíkar
tilvitnanir komi að gagni.
n.
Á síðasta aðalfundi L.L, sem
haldinn var að Laugum dagana
29—30. júlí 1966, sátu sern
áheyrnarfulltrúar fyrir F. L. for-
maður og gjaldkeri. Stjórn F. L.
vill þakka stjórn L. I. ágætar mót-
tökur og skilning á þörf náinna
tengsla milli þessara félaga. Það
er deginum ljósara, að þeir, sem