Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 35

Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 35
LÆKNANEMINN 35 orsakirnar séu fyrst og fremst feimni, hégómagirnd, stolt og við- kvæmni — allar heldur furðulegar, ef gleraugnanotkun er tekin til samanburðar. Af öðrum orsökum mætti nefna óþolinmæði, aðlögun- arerfiðleika, fjárhagsörðugleika, vonbrigði, o. fl. — vonbrigði, því að heyrnartækið er ekki alltaf það galdratól, sem menn gera sér í hugarlund. Einangrun er eðlileg afleiðing heyrnartaps. Þessi einangrun get- ur af sér hlédrægni og áhugaleysi og dregur úr sjálfsöryggi. Ekki er óalgengt, að gamalt fólk streitist gegn því að fá bætt úr heyrnar- vandamáli sínu og ber því þá við, að það „heyri eins mikið og það vill heyra.“ Vissulega er samfélag- ið allt annað en umburðarlynt gagnvart heyrnardaufum, svo að viðhorf gamla fólksins er e. t. v. skiljanlegt. Það er að vísu snið- gengið, en yfirleitt einmitt vegna heyrnartapsins. Lausnin liggur því í augum uppi: betri heyrn — betri sambúð. En því miður hefur sjúklingurinn yfirleitt mjög óraun- sæja mynd af fötlun sinni og þeim kröfum, sem hún gerir til annarra hvort heldur um er að ræða nánustu ættingja, starfsfólk eða vistfólk á elliheimilum og svipuðum stofnunum, eða aðra. Enginn vafi er á því, til dæmis, að bæta mætti stórum sambúð og lífsviðhorf á elliheimilum, ef heyrnarþjálfun sjúklinga væri reynd til hins ýtrasta. Raunar verður slíkt ekki hrist fram úr erminni með því einfaldlega að út- deila heyrnartækjum í stórum stíl. Auk þess ber þess að minnast, að heyrnartap er sjaldnast einangrað fyrirbæri hjá gamalmennum, og verður endurþjálfun heyrnar því oft torveld, þar sem önnur og oft alvarlegri vandamál sitja í fyrir- rúmi. Endurþjálfun heyrnardaufra gamalmenna er vandasamt verk- efni, en reynslan sýnir, að viðleitn- in er fyllilega réttlætanleg. Að- gerðarleysi á þessu sviði jafngild- ir því að viðurkenna og sætta sig við uppgjöf gamla fólksins. Því miður hefur þessu verkefni ekki verið sinnt sem skyldi, sízt af öllu hér á landi. En til þess að svo megi verða, þarf fyrst tíma, fjár- magn, starfskrafta og vilja. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart, hversu litlu hefur enn verið áorkað. En ef til vill er þetta of handhæg afsökun . . . # Á friðartímum ræðst stríðsmaðurinn á sjálfan sig'. Sá sem berst við ófreskjur, gæti sín að breytast ekki sjálfur í ófreskju. Starir þú nógu lengi út i myrkrið, þá fer myrkrið að stara á þig. Hugsunin um sjálfsmorð er mikil huggun, hún getur fleytt manni yfir marga erfiða nótt. Konur sem sýna menningaráhuga, eru oftast kynferðislega afbrigði- legar. F. Nietssche
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.