Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 23
LÆKNANEMINN 83 höfundar, svo að lesendur gætu eitthvað vitað, um hvað verið væri að ræða. I allri þessari ringulreið skipaði Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) sérfræðinga- nefnd, sem skyldi freista þess að setja saman skýrgreiningu, sem flestar þjóðir gætu sætt sig við, og lagði nefndin til eftirfarandi skýr- greiningu (1952): „Alcoholice are those excessive drinkers, whose dependence upon alcohol has at- tí’sined such a degree that it shows a noticeable mental disturbance or an interference with their bo- dily and mental health, their in- terpersonal relations, and their smooth social and economic fun- ctioning; or who shov/ the prod- romal signs of such developments. They therefore require treatment". Það þarf auðvitað ekki að taka fram, að orðið ,,treatment“ felur í sér læknismeðferð. Ennfremur lagði nefndin til eftirfarandi flokk- un á alkóhólistum. 1) irregular symptomatic ex- cessive drinkers 2) habitual symptomatic exces- sive drinkers 3) addictive drinkers (alcohol addicts). Tvo síðustu flokkana kallaði nefndin „alcoholics proper“ og samsvarar það nokkurn veginn hugtakinu króniskir alkóhólistar. Eins og nöfnin gefa til kynna eru symptomatiskir ofdrykkjumenn haldnir einhverjum líkamlegum eða andlegum sjúkdómum eða kvillum, svo sem geðsjúkdómum, taugaveiklun, geðvillu, fávitahætti o. s. frv., þar sem ofdrykkjan er einkenni (symptom), en ekki sjúk- dómur út af fyrir sig. „Addictive drinkers" eru hins vegar haldnir „alcohol addiction“, þ. e. s. óvið- ráðanlegri ástríðu gagnvart alkó- hóli, sem hefir í för með sér, að þeir a) missa vald á drykkjunni (loss of control) og b) geta ekki stanzað drykkjuna (inability to stop). f þessu sambandi ber þó að hafa í huga, að hugtakið addic- tion (þ. ,,Sucht“) er hér ekki not- að í farmakologiskri merkingu (drug addiction), sem einkennist af auknum tolerans við langvar- andi notkun lyfsins og mögnuðum abstinens-einkennum, þegar sjúkl- ingurinn er skyndilega sviftur lyf- inu. Sérkenni addictive drinkers eru ekki abstinens-einkennin, þótt þau séu ávallt nokkur og óþægileg, eftir langa túra, heldur „loss of control“ og „inability to stop“, og greina þessi sérkenni addictive drinkers frá symptomatiskum of- drykkjumönnum. Jellinek kallar þessa tegund ofdrykkju „disease per se“, og WHO-nefndin skýrir hana sem ,,a physical need wich originates in physiological con- ditions involving metabolism, en- docrine functions, etc“, og jafn- framt er talað um „psychological dependance" gagnvart alkóhóli. Nefndin hefir ennfremur skipt þessari tegund drykkjusjúklinga í 2 undirflokka í samræmi við ofan- greind einkenni. 1) „Loss of control“-sjúklingar drekka í túrum (,,túramenn“ á íslenzku) með hléum á milli. Þeir verða að halda áfram að drekka þegar eftir fyrsta sopann og hætta ekki fyrr en þeir gefast upp eða er hjálpað til þess fyrir tilstilli annarra. Þeir hafa enga stjórn á áfengismagninu og eru ávallt blindfullir allan þann tíma, sem túrinn stendur yfir, en hann get- ur varað dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman. I hléunum milli túranna eru þeir algáðir og hafa jafnvel óbeit á áfengi, en eftir nokkurn tíma, vanalega 3—4 vik- ur, byrjar næsti túr, og þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.