Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 38
S8
LÆKNANEMINN
Þing I.F.M.S.Ao í Prag
Undirritaður fór í forföllum
stúdentaskiptastjóra Félags
læknanema til Tékkoslavakíu til
þess að sitja þing stúdentaskipta-
stjóra og fulltrúaráðs I.F.M.S.A.,
sem haldið var í Plzen og Prag
dagana 31. des. til 7. jan. s. 1.
V egna áramótaf agnaðar var
ekki unnt að fá hótelrúm fyrir
okkur í Prag, og urðum við því
að fara til Plzen tvo fyrstu daga
þingsins.
Á þessu þingi var aðallega rætt
um stúdentaskipti milli hinna
ýmsu þátttökuríkja, en samkvæmt
mati allra aðila samtakanna eru
stúdentaskipti það girnilegasta
sem þau hafa upp á að bjóða.
Okkar stúdentaskipti eru ákaf-
lega lítilfjörleg miðað við flestar
aðrar þjóðir samtakanna, sem
flestar senda árlega yfir hundrað
stúdenta til annarra landa, en við
aðeins um tíu á ári. Þjóðverjar
sendu til dæmis yfir níu hundruð
stúdenta í stúdentaskipti og Júgó-
slavar yfir fimm hundruð, en hjá
þessum tveimur þjóðum var mest-
ur áhugi á stúdentaskiptum. Á
þingum sem þessum eru teknar
fyrir og ræddar skýrslur þátt-
tökuríkjanna um stúdentaskiptin
á liðnu ári.
í skýrslu okkar kom fram nokk-
ur gagnrýni á Þjóðverja, vegna
þeirra lélegu frammistöðu gagn-
vart okkur, einkum vegna með-
ferðar, sem þrír íslenzkir stúdent-
ar fengu í Munchen s. 1. sumar
Fleiri tóku undir með okkur, þar
á meðal frændur vorir Norðmenn,
sem töldu sig hafa slæma reynslu
af skiptum við þýzka.
Það kom fram að dvalarkostn-
aður er ekki ókeypis í Þýzkalandi
heldur fær hver stúdent, sem inn
kemur, styrk til að standa straum
af þeim kostnaði, nam sá styrkur
s. 1. sumar 250 D. M.
Aftur á móti fengum við gagn-
rýni fyrir að vera seinir til svars
við umsóknum hingað og seinir til
að senda okkar umsóknir út.
Mér virtust flestir ganga frá
sínum stúdentaskiptum fljótlega
upp úr áramótum. Þetta skapar
dálitla erfiðleika í samskiptum
okkar við aðra. Sýnist mér því
þörf á að brýna fyrir stúdentum
okkar að ákveða sín stúdentaskipti
dálítið fyrr en þeir hafa gert hing-
að til.
Þeir stúdentar, sem hingað
komu á s. 1. sumri voru ánægðir
með dvölina, og höfðu flest allir
borið okkur góða sögu.
Það virðist vera talsverður á-
hugi meðal erlendra stúdenta að
koma til íslands í stúdentaskipti,
einkum ber þar að nefna Sviss-
lendinga, Þjóðverja og Svía. Jafn-
vel ítalir og Spánverjar báðu um
samskipti.
Formaður þeirrar nefndar inn-
an I.F.M.S.A., sem hefir með
stúdentaskipti að gera er Sviss-
lendingur, Otto Schildknecht, og
hafði hann unnið gott starf á s.l.
ári. Meðal annars var hann kom-
inn eitthvað áleiðis með samninga
við I.A.T.A. flugfélagasamtökin
um afslátt á flugfargjöldum fyrir
stúdenta í stúdentaskiptum innan
I.F.M.S.A.
Talsvert mikið var rætt um
samskipti aðildarríkja I.F.M.S.A.