Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 33
LÆKNANEMINN
SS
Recruitment2) er oft samfara
presbycusis, þótt ekki sé það telj-
andi vandamál nema í ca. V3 af
öllum tilfellum.
Orsakir presbycusis eru ekki á
hreinu, enda sýnilega margslungn-
ar. Bent hefur verið á breytingar
í uppbyggingu innra eyra, hrörn-
un í cortex, metaboliskar breyting-
ar, anoxia, arteriosclerosis, ásamt
fjölmörgu öðru. Vefrænar breyt-
ingar lýsa sér sem útlitsbreytingar
ytra eyra, rýrnun hlustar og
ostetitis í miðeyra. í innra eyra
kemur fram neuro-epithelial
hrörnun, sclerotiskar breytingar í
æðum cochlea (einkum í stria
vascularis: angiosclerosis), kölk-
un í basal enda membrana basil-
aris og hrörnun í frumum spiral
ganglion.
Nokkuð virðist einstaklings-
bundið, hversu viðkvæmir menn
eru fyrir þessari heyrnarhrörnun,
og munu þar erfðir eiga nokkurn
þátt. I löndum siðmenningarinnar
er presbycusis algengara í karl-
mönnum en konum. Sennilega mun
skýring þessa fólgin í því, að karl-
menn verða oftar að þola áverka
og langvarandi hávaða. Og ef til
vill er það einmitt hávaðinn, sem
á drýgstan þátt í heyrnarhrörnun
okkar. Heyrnarnæmi okkar virð-
ist ná hámarki á gelgjuskeiðinu,
en þá fer að halla undan fæti.
Rannsóknir á heyrnarnæmi Meb-
ban-svertingja í Afríku virðast
styðja þá skoðun, að hávaðinn sé
einn versti óvinur heyrnarinnar.
Mebban-svertingjar þekkja naum-
ast mikinn hávaða nema sem
stundarfyrirbrigði, og hávaðinn í
2) Recruitment: óeðlilega ör aukning
hljóðstyrkleikaskynjunar, í misræmi við
styrkaukningu. Af því leiðir, að eyrað
er óeðlilega næmt fyrir minnstu breyt-
ingum á hljóðstyrk. Oft er því lítill
munur á þröskuldi og hljóðþoli.
kringum þá er yfirleitt ekki mæl-
anlegur með nútíma hávaðamæl-
um (30 dB yfir 0.0002 dyne/cm2
og þar yfir). Og þarna slá karl-
mennirnir kvenfólkinu við. Við
rannsókn á næmi svertingjanna
fyrir hreinum tónum reyndust
áttrœðir öldungar þar syðra heyra
ámóta vel að meðaltali og þrítugir
Bandaríkjamenn. Auðvitað er
ósannað, hvort hávaðinn sé eini
sökudólgurinn, en hann liggur þó
undir sterkum grun.
Því miður er mjög lítið um
samanburðarrannsóknir af þessu
tagi. Enn liggja ekki fyrir neinar
niðurstöður um talgreiningarhæfni
og almenna heyrnarnýtingu frum-
stæðra þjóða. Má raunar segja,
að fullnægjandi vitneskju skorti
um hin ýmsu heyrnarfyrirbæri,
er einkenna presbycusis, þar eð
flestar rannsóknir á þessu sviði
eru byggðar á hreintónamæling-
um. Slíkar mælingar gefa að sjálf-
sögðu ófullnægjandi upplýsingar
um sjálft heyrnarvandamáíið.
Samfara presbycusis er nær ávallt
skerðing á úrvinnsluhæfni eyrans,
sem bitnar oft illa á talskilningi.
Þetta fyrirbæri (phonemic regr-
ession) er ávallt mest áberandi í
miklum hávaða, eða ef mjög hratt
er talað. Algengt er, að gamalt
fólk kvarti yfir því, að það fylgist
illa með, er margir tala í senn.
Enn er margt á huldu um eigin-
legar orsakir skerðingar. Sennilegt
er, að hún eigi sér fyrst og fremst
rætur í cortex. Ofan á þetta bæt-
ist svo oft recruitment, sem tor-
veldar enn talskilning.
Ýmislegt hefur verið reynt til
að draga úr eða hefta vaxandi
presbycusis, en til þessa hafa
menn ekki haft erindi sem erfiði.
Reynt hefur verið að draga úr
cholesterol-magni í fæðu, en gildi
þess virðist vafasamt. Sama má