Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 44
LÆKNANEMINN Hk PERSONA Kvikm-ynd eftir Ingmar Bergmann. Kunn leikkona tekur þá ósveigjanlegu ákvörðun að mæla ekki orð af vörum. Annað er ekki sjúklegt að finna. Er henni komið fyrir til hvíldardvalar á afskekktum sumarbúastað, og henni til umönnunar er ung hjúkrunarkona. Lýs- ir myndin hinum óvenjulegu kynnum eða viðureign þessara tveggja kvenna. Söguþráðurinn verður því að teljast mjög ósennilegur og skal hann ekki rakinn hér frekar. Hann er aðeins hin nauðsynlega umgjörð um boðskap lista- mannsins. t>ótt viðfangsefnið sé gamalkunnugt er meðferð og tækni öll mjög frumleg og skemmtileg. Sem oft áður fjallar Bergmann hér á sinn sérstaka hátt um eðli mannanna, hvernig þeir eru í senn óendanlega aðskildir og samtengdir, ólíkir og líkir. Um leikaraskapinn, hið ægilega fánýti, sem gagnsýrir allt, ef við megnum ekki sjálf að gefa því gildi. Um leitina að kærleika, þessari ósýni- legu brú milli mannanna. Um rotnun hinnar einangruðu mannssálar í hin- um syndum spillta heimi. Rotnun, sem oft fer fram undir yfirskyni heilagleik- ans, stundum þykjast menn þjást með öllu mannkyni, meðan afstaða þeirra til náungans mótast af kaldri sjálfselsku og uppskafningshætti. Viðleitni Berg- manns verðskuldar vissulega margfalt nánari lýsingu, en hér verður látið staðar numið að sinni. Það er ekki alltaf „gaman" að mynd- um Bergmanns fremur en ónotalegum læknisaðgerðum, sem þó eru gerðar í góðum tilgangi, stundum af ýtrustu nauðsyn. Við getum verið mishrifin og ósammála honum og haft megnustu andúð á sumum aðferðum hans. En það skiftir ekki öllu máli. Myndum hans er ekki lokið þótt ljósin kvikni í sýningar- salnum. Þá byrja þær fyrst fyrir alvöru sem miskunnarlaus spurning eða krafa til áhorfenda. Og það er kannski ein- mitt slík krafa, sem aðgreinir list frá skemmtun, eða öllu heldur gerir skemmtun að list og lífið auðugra. Magnús Skúlason. TANGÖ Leikrit sýnt í Iðnó 1967 Höfundur: Slawomir JVlrozek Leikstjóri: Sveinn Einarsson Leikdómarar dagblaðanna hafa þeg- ar fjallað um verk þetta á venjulegan hátt, og hér verður aðeins um stuttara- legt spjall að ræða. Þótt verkið sé vissulega margslungið, er það þó tært og einfalt eins og öll sönn list. Leikritið bregður upp mynd af heimili, sem er til heldur lítillar fyrirmyndar, vægast sagt. 1 fjölskyld- unni er ungur maður (læknanemi!), sem unir þessu illa og „leitar sig dauð- an“ að einhverju, sem treysta megi og virða í heimi, þar sem trú og tradisjón- ir hafa glatað öllu gildi sínu og inni- haldi. Stefnulaust kák, lausung, og síðast en ekki sízt hið margrómaða „frelsi“, er sá arfur, sem honum er réttur. Hann vill endurreisa fornar dyggðir, en finnur, að formið er dautt, ef ekkert býr á bak við. Hið gamla verður ekki sært fram, okkur vantar eitthvað nýtt og lifandi. Hugur Artúrs, söguhetju vorrar, rennir sér um völund- arhús mannlegs lífs af mikilli fimi, en það kemur fyrir ekki, hann talar fyrir daufum eyrum. Faðirinn situr fastur í bóhemdiki úrkynjaðrar listar, amma gamla spilar póker og móðirin og unn- ustan daðra við heimskan og siðlausan heimilisvin. Enginn vill leggja neitt á sig. Þrátt fyrir þá miklu samúð, sem höf- undurinn hefur með Artúr, sýnir hann miskunnarlaust fram á afgerandi veik- leika rígbundinnar skynsemisstefnu hans. Jafnvel ástin verður að tceki til að koma heimilinu (þ. e. heiminum) í betra horf. En skynsemin ein nægir ekki. Hann leitar lausnarorðsins, verðugs markmiðs, og að lokum verð- ur valdið fyrir valinu. En að sjálfsögðu lendir það þó á dálítið öðrum stað en hann hafði ætlað. Það er gefið í skyn, að e. t. v. hafi ástin verið rétta lausn- arorðið, en þá er allt um seinan. Leik- ritið er ekki sízt bitur þjóðfélagsádeila. Hentistefna og skrílræði dansa draugs- Iegan tangó í leikslok. Tilraunir Arthúrs mistókust að vísu hrapalega, enda var viðfangsefnið harla örðugt. Þrátt fyrir fall hans verðum við þó áskynja um vissan sigur, sigur sem í þvi felst að sætta sig aldrei við mannlegan litilmótleik og sauðarskap, en berjast gegn honum þar til yfir lík- ur. Leikritið er fullt af glitrandi og smellum tilsvörum, spurningum, sem látið er ósvarað. Við þær geta áheyr- endur glímt, hver fyrir sig. En þeir, sem átta sig ekki á því, við hvað höf- undurinn er að glíma, átta sig heldur ekki á því, sem við er að glíma í heim- inum í dag. Ég trúi raunar, að svo sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.