Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 12
n LÆKNANEMINN hjúkrunar. Á þeirri spítaladeild, sem ég starfa við, er þó allan ársins hring verulegur hluti rýmisins helgaður sjúklingum, sem aðeins þarfn- ast almennrar hjúkrunar, oft eingöngu vegna þjóðfélagsaðstæðna. Um margra þeirra sjúklinga, sem vistaðir eru á vöktrnn (svokölluðum „acut vöktum“) gildir sama máli. Vill læknum þá oft gleymast, að hver sá sjúklingur, sem þannig er vistaður, leggur undir sig sjúkrapláss, sem annars yrði að notum einhverjum þeim fjölmörgu, sem eru á bið- listum spítalanna, og oft eru meira þurfandi. Augljóst er, að starfsorka hinna mörgu sérþjálfuðu lækna og tæknileg aðstaða spítalanna nýtist illa við fyrrnefndar aðstæður. Úr þessu mætti auðveldlega taæta, ef vilji og skilningur er fyrir hendi. Beinasta leiðin er að koma án tafa á fót hjúkrunarspítölum og endur- hæfingarstöðvum, sem gætu tekið við af hinum bezt búnu sjúkrahús- um jafnskjótt og fært þykir læknislega. Þetta er sú úrbót, sem brýn- ust þörf er á í heilbrigðismálum hér, ef von á að vera um bráða lausn vandans. Af þessum stofnunum gætu svo tekið vinnuhæli í líkingu við fyrirmyndarhælið á Reykjalundi, sem síðasti áfangi til starfssams og hamingjuríks lífs hinna sjúku. Fyrrnefndar stofnanir ætti að vera unnt að reka með stórum minni tilkostnaði en spítala, en gætu þó komið sjúklingunum að fullt eins góðu gagni. Vissulega þurfa þessar stofnanir að vera góðar og vel reknar, en allur rekstur og þjálfun starfsliðs er einfaldari og annars eðlis en á meiri háttar rannsóknardeildum. Eitt af því, sem hvað mest hefir hindrað full not sérfræðistarfs spítalalækna er það, að sambandið við sjúklinga rofnar, þegar spítala- vist þeirra lýkur. Við sjúklingunum taka þá oft læknar, sem skortir sérþekkingu og aðstöðu til að geta stundað þá eins og bezt verður á kosið. Fer þá oft forgörðum mikið starf spítalalækna á skömmum tíma. Innan tíðar verða svo sjúklingarnir á ný að leita á náðir sjúkra- húsanna. I flestum menningarlöndum hefir það lengi verið talin höfuðnauð- syn að hafa ferlivistardeildir (ambulatoria, „out patient departments") við alla meiri háttar spítala. Deildir þessar hafa verið reknar með ýmsum hætti, en ávallt hefir markmiðið verið að nýta tækni og sér- þekkingu spítalastarfsliðsins sem bezt. Gildir þetta jafnt um sjúklinga, sem vistaðir eru á spítölum, og aðra sem þar leita sér lækningar. Mikilsverðast er þó oft að fylgja eftir þeim árangri, sem náðst hefir eftir vandasamari rannsóknir og aðgerðir. Víða tíðkast það, að almennir læknar geta vísað sjúklingum til þessara stofnana til rannsókna og lækninga. Er þá starfslið þeirra látið um, hvort spítalavistar sé þörf. Reynsla af þessu fyrirkomulagi hefir þótt orka tvímælis. Starfið vill verða of viðamikið, ópersónulegt og færibandskennt. Ekki er óhugsandi, að þessi störf yrðu þá betur af hendi leyst af praktiserandi sérfræðingum. Meginverkefni ferlivistardeildar ætti að vera: 1. Eftirrannsóknir og eftirlit með meðferð ákveðinna sjúkdóma, sem erfitt er að annast við aðrar aðstæður. 2. Vísindalegar kliniskar athuganir á ákveðnum sjúkdómaflokk- um, sem starfsmenn velja sér hverju sinni eftir sérþekkingu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.