Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN 11 Theódór Skúlason, yfirlæknir: Sjálfsagðir hlutir um sjúkrahúsmál Undanfarna áratugi hefir mönnum orðið tíðrætt um spítalaskort í Reykjavík. Ekki er að kynja þó svo sé, þegar litið er til þess frámuna- lega sleifaralags, sem ríkt hefir í byggingarmálum sjúkrahúsa. Er þetta fyrir löngu orðin þjóðarskömm. Minni gaumur hefir verið gefinn, á hvern veg þær aðstæður, sem fyrir hendi eru, hafa verið hagnýttar — eða öllu heldur láðst að nýta til hlítar. Vissulega er þetta þó engu ómerkara rannsóknarefni. Það er trú mín, að athugun á þessum atriðum mundi leiða í ljós, að auka mætti afköst starfandi sjúkrahúsa að miklum mun. Sennilegt er, að tækist að fullnýta núverandi ,,acut“ sjúkrahús, væri tómt mál að tala um sjúkrahúsaskort á þessu sviði. Þetta álit mitt styðst að vísu við reynslu í starfi á ákveðinni sjúkrahúsdeild (lyflæknisdeild Land- spítalans). Síðan 1954 hefir árleg sjúklingatala þeirrar deildar verið nálega þrefölduð, úr 300—500 sjúklingum árlega í 900—1000 sjúklinga. Á þessu tímabili hefir sjúkrarúmum deildarinnar þó fækkað heldur en hitt. Vafalítið mætti enn auka sjúklingafjöldann stórlega — senni- lega tvöfalda hann — án aukningar á læknaliði og rannsóknartækjum, ef rétt væri á haldið. Hér á eftir mun ég gera grein fyrir, hvers ég tel við þurfa. Þetta verða almennar hugleiðingar um, hvernig bezt mætti nýta í þágu þjóð- félagsins þann aðbúnað, mannafla, sérþekkingu og rannsóknatækni, sem vel búið sjúkrahús hefir yfir að ráða. Ekki má heldur gleyma, að við slíkar aðstæður mætti einnig sinna fjölda sjúklinga, þó ekki lægju þeir rúmfastir. Þar með mætti hæglega spara mikið af dýrmætu spítala- rými. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að bylting hefir orðið í starfsháttum sjúkrahúsa undanfarna áratugi. Tæknileg aðstaða hefir mjög batnað, og sérþekking starfsfólks stóraukizt. Samvinna lækna, sem sérhæfðir eru á þrengri sviðum læknisfræði og annarra greina náttúruvísinda, er orðin óumflýjanleg nauðsyn. Þar með skapast vaxt- arbroddur læknisfræðinnar á sjúkrahúsum, og er raunar vandséð, að án þessa mættu framfarir verða í fræðigreininni. Þessi breyting á starfsháttum hefir að sjálfsögðu haft í för með sér stóraukinn rekstrarkostnað sjúkrahúsa. Því er tímabært og mikil- vægt að endurskoða verkefnaval sjúkrahúsanna, með það í huga, að aðstaðan nýtist sem bezt. Augljós sóun á verðmætum er það, svo dæmi sé nefnt, að nýta sjúkrarýmið á þessum dýru stofnunum eingöngu til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.