Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 39
LÆKNANEMINN
39
við bandarísk læknanemasamtök.
Sýndu flestir áhuga á stúdenta-
skiptum við Bandaríkin.
Bandarísku læknanemasamtök-
in, S.A.M.A., voru aðili að I.F.M.
S.A., en drógu sig til baka fyrir
fáum árum, torveldaði það mjög
samskipti við þá.
Þeir sem mesta reynslu höfðu í
stúdentaskiptum við S.A.M.A.
voru auk Canada, Bretar og írar,
sem hvorir um sig höfðu sent um
eitt hundrað stúdenta til U.S.A. á
s.l. ári. Flestir stúdentanna höfðu
komist þannig að á bandarískum
sjúkrahúsum, að þeir sjálfir eða
viðkomandi stúdentaskiptastjóri
skrifuðu beint til sjúkrahúsanna
án milligöngu S.A.M.A. Skilyrði
fyrir því að komast að voru þau,
að stúdentinn varð að vera búinn
með a. m. k. fjögur ár í námi (á
okkar mælikvarða þýðir það, að
hann á eftir eitt til eitt og hálft
ár til kandidatsprófs), hann varð
og að vinna a. m. k. þrjá mánuði
í einu á spítalanum, en mátti þó
skipta um deildir mánaðarlega.
Ekki var útilokað að semja mætti
um tvo mánuði.
Dvalarkostnaður var um fimm-
tíu dalir á mánuði.
Á fulltrúaráðsfundunum bar
mikið á umræðum um stjórn og
markmið samtakanna. Rætt var
um að steypa saman þessum tveim
ur þingum, sem árlega eru haldin,
og yrði þingtíminn þá væntanlega
valinn að vetrinum til, það er að
segja um og eftir áramótin.
Einnig var rætt um að skylda
þátttökuríkin til að senda fulltrúa
til allra þinga samtakanna.
Næsta aðalþing I.F.M.S.A. verð-
ur haldið í Vín, fyrri helming
ágústmánaðar á sumri komanda,
en Frakkar buðust til að halda
næsta vetrarþing í París um næstu
áramót.
Allri framkvæmd og skipulagn-
ingu þessa þings fórst tékknesku
stúdentunum vel úr hendi, og
þrátt fyrir langan fundartíma á
degi hverjum, venjulega tveir
þriggja til fjögurra kl. st. fundir,
höfðu þeir skipulagt ferðalög um
borgina og nágrenni hennar fyrir
þingfulltrúa, auk þess sem flestum
kvöldum var varið til ýmis konar
skemmtunar.
Borgin Prag stendur mjög
skemmtilega á bökkum Moldár, og
elztu hlutar hennar búa yfir sér-
stökum miðaldablæ. Okkur var
tjáð, að gamli bærinn ásamt elstu
brúnni yfir Moldá, hafi staðið svo
til óbreyttur frá því á fjórtándu
öld, og sloppið undan eyðingar-
mætti styrjalda. Það var gaman
að ráfa um þennan gamla bæ,
virða fyrir sér snjáðar byggingar
og skemmtilegar kristalsvörur í
verzlunargluggum.
Flestir fulltrúanna á þingi þessu
höfðu setið fleiri en eitt þing I.F.
M.S.A. og voru orðnir vel kunnug-
ir áður en þeir hittust í Parg. Frá
flestum löndum komu fleiri en
einn fulltrúi. Þetta er að sjálf-
sögðu mjög æskilegt og allt að því
nauðsynlegt skilyrði þess að slík
þing verði frjó.
Það vakti undrun mína og allt
að því vonbrigði, að fulltrúar fá-
einna ríkja voru ekki læknanem-
ar, heldur ritarar læknanemasam-
taka landsins eða sérstakir sendi-
menn, sem setið höfðu þing I.F.M.
S.A. til margra ára, allt að því
áratug sumir.
Einnig þótti mér tilfinnanlegt,
að sum meðlimaríki samtakanna
áttu engan fulltrúa á þinginu.
En hópurinn, sem þarna var
saman kominn var mjög tápmikill,
skemmtilegur og opinn, enda eig-
um við margar ánægjulegar minn-
ingar frá dvölinni í Prag.