Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Page 8

Læknaneminn - 01.04.1967, Page 8
8 LÆKNANEMINN brillatio er lágspennt (low vol- tage), er gott að gefa procain- amið, lignocain og/eða isopre- nalin súlfat 0,2 mg í æð og reyna síðan aftur að defibrillera. Sum- ir gefa 5 ml af 1/10000 adrena- líni í æð. Einnig má reyna 5 ml af 10% kalsíumklóríði. 3. Asystole. Þegar hjartað er algerlega stöðvað, er útlit verra. Gefa skal isoprenalin súlfat 0,2 mg og 10% kalsíumklóríð 5 ml í æð. Síðan verður að þræða sér- stökum þræði (catheter) inn í hægra afturhólf (ventriculus dexter) og keyra hjartað (pa- cing, eða hjartslætti haldið uppi með rafstraumi), ef einhverjum árangri skal náð. Hér verður að taka rækilega fram, að iðulega strandar árang- ur á því, að sýrumagn blóðsins er of mikið (lágt pH). Ef vel á að vera, er nauðsynlegt að mæla pH, pC02 og p02, meðan á aðgerð stendur. Tekur það ekki nema um 2 mínútur með viðeig- andi tækjum. Oft þarf að gefa miklu meira en 200 mEq., sem gefin eru í byrjun. Fyrsta mynd sýnir, hve lágt pH reyndist yfir- leitt vera í 38 skyndidauðasjúkl- ingum, þrátt fyrir 200 mEq. af bikarbónati (Kirby et al. 1967). Hvenær á að hætta lífgunar- titlraunum? Þegar allt hefur ver- ið reynt, sem ofan segir, og eng- inn árangur fengizt, ákveður stjórnandi meðferðarinnar að hætta. Oftast er þá um asystole að ræða eða mjög lágspennta fibril- latio. Margir leggja áherzlu á að at- huga hegðun ljósopa. I byrjun eru þau alútvíkkuð (agonal position), en með fullnægjandi meðferð dragast þau oftast saman. Ef sjúklingur hefur verið dáinn meir en 3 mínútur, eru þau venjulega hálfopin og óhreyfanleg (cada- veric position). En ljósopum er ekki alltaf að treysta. Stundum hefur sjúkling verið gefið morfín eða önnur ópiöt, sem draga ljós- op saman. Einnig er vitað um sjúklinga, sem hafa lifnað, þrátt fyrir fullopin ljósop alla tíð, með- an á meðferð stóð, en það er und- antekning (Bardhan, 1965). Eftirmeðferð. Ef tekizt hefur að koma hjart- slætti í gang, skal halda uppi 90 mm systoliskum blóðþrýstingi með viðeigandi lyfjum (metara- minol, noradrenalin) og gefa 20% mannitol í æð, 100 ml í fyrstu, vegna yfirvofandi nýrnaskemmd- ar (tubular necrosis), lungnabjúgs og heilabjúgs. Ef sjúklingur er djúpt meðvitundarlaus er ráðlegt að kæla hann niður, að 30 stigum C., en ekki lægra. Fylgjast verður með hjartalínuriti á rafsjá, því ósjaldan stoppar hjartað aftur. Ef sjúklingur hefur mjög tíð auka- slög (extrasystoli), skal gefa pro- cainamid, lignocain eða propran- alol. Alltaf skal láta heparín drjúpa í æð, þar sem mikil hætta er nú á blóðtappa. Oft byrjar sjúklingur ekki að anda sjálfur, þótt hjartað slái. Þarf þá að nota blásturstæki og blása í fyrstu hreinu súrefni. Not- ast má við svæfingaslöngu (endo- tracheal tube) upp í 36 klst., en þá verður að gera barkaskurð (trecheostomia). Of langt mál er að lýsa meðferð lungnablásturs (mechanical ventilation) og með- ferð barkaskurðar. Ekki er held- ur hægt að fara nánar út í með- ferð sjúklings, sem er keyrður (paced). STcipulag. Sérfræðingur í hjartasjúkdóm-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.