Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 30
30
LÆKNANEMINN
skólans eða eiga þær aðeins að
vera fáar áfram? íslendingar
hljóta að taka tillit til þeirra rann-
sókna sem gerðar eru með þðrum
þjóðum. Það er ólíklegt. að íslend-
ingar geti bætt nokkru við í grein-
um sem eru dýrar og þegar mikið
kannaðar af stærri þjóðum. Þetta
á t.d. við um eðlisfræði og stjörnu-
fræði. En það eru ýmsar aðrar
greinir sem liggja sérlega vel við
Islendingum og skipta okkur
miklu. Hér á ég við greinar eins og
jarðfræði, haffræði og erfðafræði.
Það virðist einsætt að á slíkar
greinar beri að leggja sérstaka
áherzlu. Sennilega mætti með góð-
um árangri hafa þrjá flokka
kennsluverkefna við Hl. Islending-
ar munu áfram þurfa að mennta
lækna, lögfræðinga og verkfræð-
inga. Slíkar greinar mynduðu
hinn fyrsta flokk og væri unnt að
Ijúka almennu námi í þeim hér
heima. Aðrar greinar eins og t.d.
stærðfræði, lífeðlisfræði eða dýra-
fræði væri unnt að nema hér heima
að nokkru. Þannig gætu greinar í
fyrsta flokknum myndað e.k.
kjarna en kennsla við þær væri
einnig fyrir fólk sem færi að lok-
um í aðrar greinar. Þannig gæti
t.d. fyrri hluti læknisfræði orðið
undirstöðunám fyrir væntanlega
lífefna- eða eðlisfræðinga, sem síð-
an lykju námi sínu erlendis. Loks
væri við HÍ þriðji flokkur náms-
greina, en það væru greinar sem
á einhvern hátt hefðu sérstöðu
fyrir ísland. 1 þessum greinum
væru reknar vandaðar vísindaleg-
ar rannsóknir og kennsla öll og
aðbúnaður deildanna þannig að
þar gætu Islendingar orðið kenn-
arar annarra þjóða. 1 þennan
flokk kæmu m.a. jarðfræði, haf-
fræði, erfðafræði og norræn fræði
svo nokkur séu nefnd.
Við skulum gera ráð fyrir að
meginstefna Hl verði í samræmi
við það sem að ofan er ritað og
athuga læknadeild dálítið nánar.
Læknisfræði er eðli sínu sam-
kvæmt hagnýt vísindi. I lækna-
deild ber því réttilega að leggja
áherzlu á hvernig niðurstöður
grundvallargreina eru hagnýttar í
klínik. En eftir sem áður byggist
læknisfræði á fræðilegum vísind-
um sem forsendu, og kennsla í
þeim er þess vegna fyrsta verk-
efni læknadeildar. Að þessu fyrsta
verkefni leystu er síðara verkefnið
að sýna nemendum hvernig flytja
megi hina fræðilegu þekkingu yfir
á raunveruleikann eða með öðrum
orðum hvernig fræðileg vísindi eru
hagnýtt klíniskt. Góður læknir
verður að vera mjög hæfur við
bæði þessi verkefni eins og þau
birtast honum persónulega í starfi
hans. Hver læknir þarf að fylgjast
með framþróun þeirra fræðilegu
greina, sem hann byggir starf sitt
á, og auk þess verður hann að hafa
augun opin fyrir nýjum möguleik-
um til hagnýtingar fræðilegrar
þekkingar. Hver læknir þarf þann-
ig að hafa sjálfur einhvern neista
af því báli sem er aflgjafi vísinda-
mannsins, hann þarf að vera brot
af vísindamanni sjálfur. Eina
hugsanlega leiðin til að ná slíku
marki er að kennarar hinna verð-
andi lækna séu sjálfir vísinda-
menn. Aðeins þeir menn sem sjálf-
ir eru í önnum að færa út landa-
merki sinnar greinar, eru til þess
fallnir að innræta ungum mönnum
það hugarfar, sem ætti að einkenna
góða háskóladeild. Þess vegna er
nauðsynlegt að efla vísindalegar
rannsóknir í öllum þeim greinum
læknisfræðinnar, sem kenndar eru
í læknadeild. Slík vísindaleg efling
er raunhæft skref til að bæta
kennslu og í rauninni forsenda
annarra umbóta.