Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Page 43

Læknaneminn - 01.07.1967, Page 43
LÆKNANEMINN félaga hafa sýnt, að fólk með systóliskan blóðþrýsting > 140 mm Hg og diastóliskan > 90 mm Hg er að jöfnu skammlífara en fólk með blóðþrýsting undir þess- um gildum. Karlar virðast þola háþrýsting verr en konur og ungt fólk verr en gamalt. T. d. virðast ungir karlmenn þola illa diastól- iskan 5 100, en gamlar konur geta þolað vel diastóliskan 110—120 mm Hg. Ber að hafa þetta í huga, er ákvörðun er tekin um hvort meðhöndla á sjúkling eða ekki. Við systóliskan háþrýsting verða engar specifiskar breyting- ar á slagæðakerfi líkamans, en or- sök hans er oft talin vera ather- omatös breytingar á stærri slag- æðum með minnkuðu elasticiteti. Vera má að háþrýstingurinn per se valdi aukningu á þessum breyt- ingum, en oftast er ómögulegt að segja hvað er orsök og hvað er af- leiðing. Við diastóliskan háþrýsting koma hins vegar fram nokkuð specifiskar breytingar, þ. e. arteriolosclerosis, sem er mest áberandi í nýrnaæðum. Oftast eru þessar breytingar í formi hyaliza- tionar á arteriolum (hyaline arteriolar nephrosclerosis), en við illkynja háþrýsting eru oftast aðrar breytingar meira áberandi, þ. e. próliferativar breytingar og necrósa í æðaveggjunum (hyper- plastic arteriolar nephrosclerosis). Einnig er talið að diastóliskur há- þrýstingur auki atherosclerosis. Tíðni. Háþrýstingur er nokkuð algengur sjúkdómur, bæði meðal karla og kvenna. Ekki eru menn sammála um, hvort munur sé á tíðni meðal karla og kvenna. Telja sumir sjúkdóminn helmingi al- gengari í konum (Perera í Cecil), en aðrir telja hann jafnalgengan meðal karla (t. d. Turner í David- 43 son). Fleiri myndu e. t. v. telja hann algengari meðal kvenna. Sökum þess hve menn eru ósam- mála um skilgreiningu háþrýst- ings, verður uppgefin tíðni auð- vitað mismunandi. Perera telur prevalence í Bandaríkjunum vera um 5% og má líklega búast við að hún sé svipuð hérlendis, a. m. k. meðal fólks um miðjan aldur (Próf. Sig. Samúelsson). Sjúk- dómurinn byrjar venjulega fyrir 50 ára aldur (Perera). Þetta er því algengur sjúkdómur og er því mikilvægt að greina hann, svo að unnt sé að fylgjast með sjúkling- um og grípa til meðferðar, sé þess talin þörf. Flokkun. Háþrýstingi hefur oft verið skipt í systóliskan og dia- stóliskan háþrýsting. Það er nær eingöngu hækkunin á diastólisk- um þrýstingi, sem veldur secund- erum æðabreytingum í líkama sjúklings með háþrýsting. Oftast fer saman hækkun á systóliskum og diastóliskum þrýstingi og er það þá hækkunin á hinum diastól- iska þrýstingi, sem skiptir höfuð- máli. Systóliskur háþrýstingur eingöngu sést mest hjá gömlu fólki með hrörnunarbreytingar í stærri slagæðum, svo og við ýmsa sjúkdóma, svo sem aortainsuffic- ince og thyreotoxicosis. Þarfnast hann sjaldan meðferðar. Háþrýstingur getur verið óstöð- ugur (intermitterandi), eða stöð- ugur. Er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þessu með endurtekn- um blóðþrýstingsmælingum. Eðlilegast væri að flokka há- þrýsting eftir etiologiu, en þá er sá gallinn á, að orsök stærsta hlut- ans er óþekkt og er því líklega bezt að skipta háþrýsting í há- þrýsting af óþekktum og þekktum orsökum (þ. e. secunderan há- þrýsting).

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.