Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 43
LÆKNANEMINN félaga hafa sýnt, að fólk með systóliskan blóðþrýsting > 140 mm Hg og diastóliskan > 90 mm Hg er að jöfnu skammlífara en fólk með blóðþrýsting undir þess- um gildum. Karlar virðast þola háþrýsting verr en konur og ungt fólk verr en gamalt. T. d. virðast ungir karlmenn þola illa diastól- iskan 5 100, en gamlar konur geta þolað vel diastóliskan 110—120 mm Hg. Ber að hafa þetta í huga, er ákvörðun er tekin um hvort meðhöndla á sjúkling eða ekki. Við systóliskan háþrýsting verða engar specifiskar breyting- ar á slagæðakerfi líkamans, en or- sök hans er oft talin vera ather- omatös breytingar á stærri slag- æðum með minnkuðu elasticiteti. Vera má að háþrýstingurinn per se valdi aukningu á þessum breyt- ingum, en oftast er ómögulegt að segja hvað er orsök og hvað er af- leiðing. Við diastóliskan háþrýsting koma hins vegar fram nokkuð specifiskar breytingar, þ. e. arteriolosclerosis, sem er mest áberandi í nýrnaæðum. Oftast eru þessar breytingar í formi hyaliza- tionar á arteriolum (hyaline arteriolar nephrosclerosis), en við illkynja háþrýsting eru oftast aðrar breytingar meira áberandi, þ. e. próliferativar breytingar og necrósa í æðaveggjunum (hyper- plastic arteriolar nephrosclerosis). Einnig er talið að diastóliskur há- þrýstingur auki atherosclerosis. Tíðni. Háþrýstingur er nokkuð algengur sjúkdómur, bæði meðal karla og kvenna. Ekki eru menn sammála um, hvort munur sé á tíðni meðal karla og kvenna. Telja sumir sjúkdóminn helmingi al- gengari í konum (Perera í Cecil), en aðrir telja hann jafnalgengan meðal karla (t. d. Turner í David- 43 son). Fleiri myndu e. t. v. telja hann algengari meðal kvenna. Sökum þess hve menn eru ósam- mála um skilgreiningu háþrýst- ings, verður uppgefin tíðni auð- vitað mismunandi. Perera telur prevalence í Bandaríkjunum vera um 5% og má líklega búast við að hún sé svipuð hérlendis, a. m. k. meðal fólks um miðjan aldur (Próf. Sig. Samúelsson). Sjúk- dómurinn byrjar venjulega fyrir 50 ára aldur (Perera). Þetta er því algengur sjúkdómur og er því mikilvægt að greina hann, svo að unnt sé að fylgjast með sjúkling- um og grípa til meðferðar, sé þess talin þörf. Flokkun. Háþrýstingi hefur oft verið skipt í systóliskan og dia- stóliskan háþrýsting. Það er nær eingöngu hækkunin á diastólisk- um þrýstingi, sem veldur secund- erum æðabreytingum í líkama sjúklings með háþrýsting. Oftast fer saman hækkun á systóliskum og diastóliskum þrýstingi og er það þá hækkunin á hinum diastól- iska þrýstingi, sem skiptir höfuð- máli. Systóliskur háþrýstingur eingöngu sést mest hjá gömlu fólki með hrörnunarbreytingar í stærri slagæðum, svo og við ýmsa sjúkdóma, svo sem aortainsuffic- ince og thyreotoxicosis. Þarfnast hann sjaldan meðferðar. Háþrýstingur getur verið óstöð- ugur (intermitterandi), eða stöð- ugur. Er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þessu með endurtekn- um blóðþrýstingsmælingum. Eðlilegast væri að flokka há- þrýsting eftir etiologiu, en þá er sá gallinn á, að orsök stærsta hlut- ans er óþekkt og er því líklega bezt að skipta háþrýsting í há- þrýsting af óþekktum og þekktum orsökum (þ. e. secunderan há- þrýsting).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.